Heimildargerð sem fjallar um uppruna og sjálfsmynd. Friðrik Agni spyr spurninga og kafar í líf móður sinnar, Mayu Jill, sem er fyrsta ættleidda barnið sem kom frá Asíu til Íslands. Myndin er ferðalag þeirra til Indlands ásamt systkinum Friðriks, hughrif þeirra og upptötvanir sem ferðalaginu fylgja.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,050

raised of €5,000 goal

0

days to go

45

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Further Information

Móðuróður: Leiðin til Indlands

Fyrir nokkru síðan, í útvarpi allra landsmanna hljómuðu þættirnir Ugla sat á kvisti: Móðuróður. Þættina má finna undir heimildavarpi RÚV Ugla sat á kvisti: Móðuróður - Þáttur 1 af 2| RÚV Útvarp (ruv.is)

Þættirnir tveir voru unnir af Friðriki Agna þar sem hann kafar ofan í sögu móður sinnar Mayu Jill Einarsdóttur, og móður hennar Liselotte Bensch-Fuchs. Minningar þeirra eru raknar um æskuár Mayu sem Liselotte ættleiddi frá Indlandi árið 1969 til Íslands. Liselotte sjálf er þýsk en var starfandi á Íslandi á þessum tíma. Þá var Maya fyrsta ættleidda barnið sem kom til Íslands frá Asíu.

Þættirnir fengu mjög mikla hlustun og umfjöllun og hafa verið endurfluttir í tvígang frá frumflutningi þeirra. Sagan snerti við fólki ekki síst vegna tilfinningaskala hennar sem snertir á því hvað það þýðir að vera ættleiddur, að upplifa höfnun en einnig fer hún yfir flóknar ákvarðanir og ákveðinn tíðaranda í sögu þjóðarinnar. Markmið verkefnisins var ávallt að ná að fara alla leið til Indlands og því voru útvarpsþættirnir einungis ákveðin byrjun á því ferðalagi sem Friðrik vonaðist til að gæti orðið raunverulegt. Í lok þáttanna segir Maya einmitt að hún óskaði að hún gæti sýnt börnunum sínum þremur hvaðan hún kæmi svo að þau sæu hvaðan þau kæmu að stórum hluta.

Maya hefur aldrei farið aftur á þann stað sem hún kom frá upphaflega. En Maya fannst fyrir utan ættleiðingarheimili í Andheri sem aðeins smábarn. Lítið sem ekkert er vitað um hennar bakgrunn fyrir það, enda margir áratugir síðan. En þó er ættleiðingarheimilið enn starfandi og þangað er nú loks förinni heitið. Nú heldur sagan áfram með raunverulegu ferðalagi Mayu og barnanna - leiðin til Indlands.

Eftir útvarpsþættina varð til sjóður sem stofnaður var af fyrrum skólafélögum Mayu í Landakoti til að gera henni kleift að fara út. Sá sjóður gerði hennar ferðalag að möguleika. Alveg hreint ótrúlegt góðverk sem kom allri fjölskyldunni í opna skjöldu. Það er í raun þeim að þakka að verkefnið nær að lifa áfram og kveikti einnig þá hugmynd að sagan er þess verðug að halda áfram að deila. Þessu fólki færir fjölskyldan allt sitt þakklæti.

Góðvinir fjölskyldunnar sem einnig er upptökufólk bauðst svo til að halda utan um upptökur á ferðalaginu frá upphafi til enda, sem og að bæta við upptökum á meiri viðtölum og aukaefni til að gera efninu enn betri skil.

Hjónin Ragnar og Fanney hafa undanfarin ár tekið þátt í kvikmyndaverkefnum. Ragnar er lærður kvikmyndagerðamaður frá Tækniskólanum og Stúdíó Sýrland. Fanney er geðhjúkrunarfræðingur með reynslu í að kanna hið mannlega. Saman hafa þau verið í upptökum og eftir vinnslu á ýmsum verkefnum. En þau Fanney og Friðrik hafa nánast alist upp saman þar sem mæður þeirra eru bestu vinkonur. Það má því segja að allir sem koma að ferðalaginu eigi persónuleg tengsl við verkefnið.

En til þess að svo geti orðið verður að fjármagna verkefnið svo allir komist með út og svo að upptökur og eftirvinnsla geti verið sinnt með faglegum hætti. Þess vegna er leitað á náðir samferðafólks, stofnana og samtaka sem vilja gerast hluti af ferðalaginu.
Markmiðið er að fara út í desember 2024 og fanga ferðalagið sjálft, heimsókn á ættleiðingarheimilið, rannsóknarvinnu úti og innanlands (viðtöl, gagnaskoðun, DNA) sem og upplifun fjölskyldunnar almennt á að uppgötva Indland. Hliðarsagan eða í raun rauði þráðurinn í þessu öllu saman er nefnilega sagan um sjálfsmyndina og hvað spilar inn í hana. Það var í raun kveikjan að þessu öllu - hvaðan kem ég? En Friðrik vill skoða það í gegnum áhugaverðu sögu móður sinnar. Á meðan ferðalaginu stendur mun hann því reyna gera sitt besta við að spyrja spurninga, endurspegla og greina með aðstoð Mayu, systkina sinna og þeim Fanneyu og Ragnari.
Fjárhæðin sem reynt er að safna endurspeglar því kostnaðinn sem felst í ferðalaginu sjálfu sem og alls undirbúnings, handritsgerð, skipulag upptöku sem bæði á sér stað á Íslandi og Indlandi (Mögulega í Ungverjalandi þar sem móðir Mayu er búsett í dag) og svo sýningarkostnaður á lokaafurðinni.

Til að gera ferlið í nánum tengslum við fólk sem hefur áhuga á sögunni þá vill hópurinn einnig bjóða í Facebook hóp. Þar sem hægt er að fylgjast með litlum atriðum bæði myndum og myndböndum í rauntíma þannig fólk sér ekki einungis lokaafurðina heldur hefur verið hluti af ferðalaginu sjálfu allt frá preppi yfir í ferðina sjálfa og eitthvað af dvölinni án þess að sjá allt. Það skapar ákveðin tengsl og vilja til að sjá svo hvernig heildarmyndin kemur út.
Það sem hópurinn vill er að enda með vandað efni í einum eða tveimur hlutum sem sýnir fallegt, litríkt og mannlegt ferðalag sem snertir við fólki.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,050

raised of €5,000 goal

0

days to go

45

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464