Gullkistan er borðspil sérstaklega hannað fyrir fatlað fólk í huga. Spilið er litríkt, með skemmtilegum spurningum og áhugaverðum smáatriðum. Spilið inniheldur spurningar táknaðar með tákn með tali tjáskiptaleiðinni, en þó er hægt að spila spilið án þess að nota táknin.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€1,704

raised of €1,703 goal

0

days to go

35

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Further Information

Gullkistan

Við erum þrjár stelpur sem útskrifuðumst með BA í þroskaþjálfafræði vorið 2023. Við heitum Elísa Marey, Sara Hlín og Snædís Helma.

Þetta spil er hluti af lokaverkefni okkar til BA prófs í þroskaþjálfafræði sem kennt er við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hugmyndin af þessu lokaverkefni kom upp í vettvangsnáminu hjá okkur vorið 2022 og út frá því þróaðist hugmyndin í að sameina ólíka hópa einstaklinga í gegnum leik. Markmið spilsins er að stuðla að jafnri þátttöku ólíkra nemenda, efla félagsþroska og stuðla að námi í gegnum leik en eins og rannsóknir hafa sýnt fá fötluð börn gjarnan færri tækifæri en ófatlaðir jafnaldrar þeirra til þess að taka þátt í félagslegum samskiptum og getur það einnig verið vegna óhefðbundinna tjáskiptaleiða. En þau börn sem notast við óhefðbundnar tjáskiptaleiðir eiga oft erfiðara með að taka þátt í félagslífi þar sem notað er talmál til tjáningar. Því var þetta spil hannað með tákn með tali tjáskiptaleiðinni.

Spilið hefur verið prófað á nokkrum stöðum og kom á óvart hversu mikla athygli táknin fengu frá þeim sem ekki nýttu sér þau til tjáskipta yfirhöfuð. Þetta er því einnig leið til að læra og kynnast tjáskiptleiðinni tákn með tali.

Staðan í dag er þannig að hugmyndavinnu, hönnun og frumgerð er lokið. Okkur vantar einungis fjárhagslega styrki til þess að láta prenta út fleiri eintök fyrir okkur.

Við viljum þakka öllum sem hafa lagt okkur lið á einn eða annan hátt en sérstakar þakkir fá Anna Björk Sverrisdóttir, Sigrún Grendal Magnúsdóttir, Lovísa Ósk Stefánsdóttir og Auður Björnsdóttir.

Við höfum allar mikinn áhuga á réttindabaráttu fatlaðs fólks og að efla sjálfræði þeirra og félagslega þátttöku og því er von okkar að þetta spil muni koma til með að nýtast sem flestum en til þess að spilið verði að veruleika vantar okkur fjárhagslega styrki. Hefur þú tök á að leggja okkur lið og með því styðja við félagslega þátttöku fatlaðs fólks?

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€1,704

raised of €1,703 goal

0

days to go

35

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464