Verkefnið snýr að því að skrifa smásögur um fjölskyldu sem er á ferð um Fljótsdalshrepp. Hún kemur við á helstu stöðum í sveitinni og lendir í ýmsum ævintýrum. Auk þess fylgir mynd hverri sögu svo fólk átti sig áður en það kemur á staðinn.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€875

raised of €4,000 goal

0

days to go

23

Backers

22% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Further Information

Smásögur um fjölskyldu sem er á ferðalagi um Fljótsdal

Þetta er fjögurra manna fjölskylda á ferð um Austurland og eru sögurnar sagðar frá mismunandi sjónarhornum. Verkefnið hefur þegar fengið styrk úr Samfélagssjóði Fljótsdalshrepps. Markmiðið er að sögurnar verði gefnar út fyrir jól 2023. Þetta eru smásögur og ekki byggðar á raunverulegum atburðum en eins og aðrar sögur verða þær ekki til í tómarúmi. Núna er komið að því að koma þessu kveri í prentun og því er ég að leita aðstoðar svo ég komi þessu frá mér fyrir jólin.

Um verkefnið

Það var snemma árs 2022 sem mér datt í hug að setjast niður og skrifa nokkrar smásögur sem myndu gerast í minni heimasveit Fljótsdalnum. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að henda mér í djúpu laugina og byrja að skrifa. Upphaflega ætlaði ég að klára verkefnið á síðasta ári en ýmislegt kom í veg fyrir að það yrði að veruleika.

Hugmyndin var strax í upphafi að tengja þetta við helstu staði í sveitinni en sögurnar yrðu samt frumsamdara. Auðvitað verður ekki neitt til í tómarúmi svo eflaust er eitthvað sem kemur fram sem gæti hafa átt sér stað í veruleikanum.

Í stuttu máli segir frá fjölskyldu sem ferðast um Fljótsdalinn og lendir í ýmis konar ævintýrum. Þar koma við sögur alls konar verur og í öllum tilfellum er hægt að tengja þær við frásagnir úr sveitinni. Öllum sögunum koma til með að fylgja myndir sem hjálpa þeim sem er með bókina í höndunum að tengja við staðina sérstaklega ef bókin er lesin áður en ferðast er. Það er von mín að allir hafa gaman af þessum sögum sem eru fyrir fólk á öllum aldri.

Um mig

Ég heitir Kjartan Glúmur Kjartansson og er 54 ára gamall íslenskukennari. Ég er fæddur og uppalinn í Fljótsdal en flutti á Reyðarfjörð í kringum tvítugt. Fyrir tveim árum keyptum við hjónin jörðina Hól í Fljótsdal og er ég þar með annan fótinn og því kominn aftur á heimaslóðir. Árið 2004 útskrifaðist ég sem íslenskufræðingur frá HÍ og tók í framhaldi af því kennsluréttindi í Háskólanum á Akureyri.

Alla þessa öld hef ég unnið við kennslu. Það má segja ég hafi kennt fólki á öllum aldrei því ég unnið í leikskóla, grunnskóla og svo við fullorðinsfræðslu. Síðasta áratuginn eða svo hef ég mest starfað við að kenna íslensku sem annað mál og þá bæði kennt ungum og öldnum.

Ég hef alla mína ævi fengist við að yrkja en þá fyrst og fremst tækifærisvísur í bundnu máli en núna fannst mér vera kominn tími á að reyna fyrir sér við skriftir.

-- Sögubrot úr bókinni --

Inngangur- Droplaug

Við höfðum pakkað niður fyrir sumarfríið fyrir
þrem dögum. Það átti að vera tvær vikur í frí
austur á Héraði en þar sagði pabbi að væri alltaf
besta veðrið. Við vorum þrjá daga að koma
okkur á svæðið með nokkrum stoppun á leiðinni
en það var ekkert frí aðeins undirbúningur fyrir
sæluna. Stundum fannst okkur Helga að þetta
mont í kallinum væri einum of mikið. Allt var
best þarna, kjötið, grasið, náttúran og vatnið og
hvað sem okkur gat dottið í hug að nefna. „Best í
Fljótsdalnum“ sagði hann og hló. Auðvitað var
hann ættaður þaðan en ekki búið þar lengi og
restin af fjölskyldunni aldrei og við skildum því
ekki þetta endalausa gort í honum. En kannski

geymum við þessar pælingar núna því við erum
á leiðinni frá Egilsstöðum og stefnum í Dalinn.
Það er ýmislegt, sem þú lesandi góður, átt eftir
að uppgötva til dæmis það að saga þessi gerist í
grösugum dal sem kenndur er við Lagarfljótið en
til að lenda í þeim ævintýrum sem við lentum í
verður þú að fara þangað sjálfur. Sumu er hægt
að kynnast gegnum sögur en til að upplifa þá
þarft þú að vera á staðnum.
Fyrsti dagurinn er í Hallormsstaðarskógi en bara
svo þú vitir þá er það ekki í Fljótsdal heldur
tilheyrir Múlaþingi og áður Vallahreppi. Við
erum ekki tilbúin að setja okkur inn í slíka
landafræði en þetta atriði verður að vera á
hreinu. „Hallormsstaðaskógur er ekki í
Fljótsdalnum“ segir pabbi. Samt ljómar hann af
gleði þegar við keyrum gegnum skóginn og

byrjar að rifja upp sögur frá því hann var ungur.
„Í Atlavík voru sko aðal útihátíðarnar hérna í
denn og maður minn Stuðmenn og Grýlurnar og
Ringo Starr og ég veit ekki hvað og hvað“. Pabbi
fer á flug og ætlar að fara að segja okkur frá því
hvernig þetta var þegar mamma grípur fram í .
„Keli hingað og ekki lengra börnin hafa
nákvæmlega enga þörf fyrir að heyra einhverjar
frægðarsögur af þér og þínum unglingsárum í
Atlavík og ætlar þú af öllum að fara fræða þau?
Manstu yfirhöfuð hvað þar fór fram? Nei, Keli
minn nú skaltu einbeita þér að akstrinum.“ Við
Helgi horfðum hvort á annað í aftursætinu og
skildum ekki alveg hvað mamma var að meina.
Hafði pabbi farið á útihátíð en gat ekki sagt
okkur hvað þar fór fram? Hann sem elskaði að
segja sögur og hafði svo oft ruglað í okkur á ótal
ferðum um landið og glatt með ótrúlegum

frásögunum um náttúruna. Við vissum samt að
stundum var hann að bulla en fannst samt
gaman. Allt umhverfið sem okkur þótti svo sem
ekkert merkilegt lifnaði við þegar pabbi sagði
sögur. Þær voru svo ótrúlegar að við vissum að
þær hlytu að vera lýgi en samt að hann hafi verið
í skóginum en ekki vitað hvar þar fór fram. Hvað
var mamma að meina? Jæja það skiptir kannski
ekki máli mamma veit hvað er rétt.
En hvernig væri að fara að segja aðeins frá okkur
ekki bara bulla út í eitt og engin veit hvað er í
gangi. Við erum fjögur í fjölskyldunni: ég
Droplaug 15 ára sem núna held á míkrafóninum,
Helgi bróðir 12 ára, mamma sem er alltaf að
nálgast 50 árin og svo pabbi sem er víst rúmlega
hálfhundrað. En nei auðvitað erum við ekki
fjögur við erum fimm. Aftur í skottinu er Sámur

gamli, tryggi labradorinn okkar. Hann er rólegur
eins og alltaf en samt er eins og að hann viti að
eitthvað meiriháttar er að fara að gerast og fatti
að við eigum eftir að upplifa eitthvað óvenjulegt
næstu daga. Ég halla mér aftur í sætinu og loka
augunum og bíð þess sem koma skal.

Í Fljótsdalinn þú ferðast átt
þar færðu margs að njóta.
Í sól og blíðri sunnanátt
um sveitavegi þjóta

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€875

raised of €4,000 goal

0

days to go

23

Backers

22% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464