Così fan tutte - Óperukvöldverður í Iðnó er fyrsta uppfærsla Kammeróperunnar. Sýningin býður upp á einstaka kvöldstund fyrir áheyrendur þar sem þau snæða þriggja rétta kvöldverð á vegum Iðnó og fara í leiðinni inní heim óperunnar Così fan tutte eftir Mozart.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€7,820

raised of €6,500 goal

0

days to go

46

Backers

120% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Further Information

Óperukvöldverður í Iðnó - Così fan tutte eftir Mozart er fyrsta óperuuppfærsla Kammeróperunnar sem er nýstofnað tónlistarfélag á Íslandi. Sýningin býður upp á einstaka kvöldstund fyrir áheyrendur þar sem þau snæða þriggja rétta kvöldverð á vegum Iðnó og hlýða í leiðinni á skemmtilegan, frjálslegan en faglegan flutning á óperunni Così fan tutte. Óperan verður flutt í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn. Það er trú okkar að þegar óperuverk eru flutt á móðurmáli flestra áheyrenda og flytjenda að upplifun þeirra á verkinu verði áhrifameiri og ánægjulegri.

Þegar áheyrendur mæta í Iðnó stíga þau inn í tímavél sem flytja þau til Reykjavíkur í byrjun 20. aldar. Flytjendur eru í hlutverkum staðarhaldara Iðnó, þjóna til borðs og leika í kringum áheyrendur sem njóta matar, drykkjar, söngs og hljóðfæraleiks fram eftir kvöldi. Létt andrúmsloft ríkir yfir söguþræði verksins en þótt dramtíkin sé vissulega til staðar þá er húmorinn rauður þráður í óperunni.

Bjarni Thor Kristinsson leikstýrir sýningunni og Gísli Jóhann Grétarsson er hljómsveitarstjóri. Söngvarar eru Unnsteinn Árnason sem Guglielmo, Eggert Reginn Kjartansson sem Ferrando, Kristín Sveinsdóttir sem Dorabella, Lilja Guðmundsdóttir sem Fiordiligi, Jón Svavar Jósefsson sem Don Alfonso og Jóna G. Kolbrúnardóttir sem Despina.

Sýningar verða 26. og 27. október 2022 kl. 19 (húsið opnar 18:15) og hefst almenn miðasala í september.

Kammeróperan er nýstofnað tónlistarfélag á Íslandi. Markmið Kammeróperunnar er að skapa vettvang fyrir smærri óperu verkefni, gera upplifun áhorfenda óformlegri en tíðkast hefur og óperu aðgengilegri. Kammeróperur eru starfandi víða um heim en þar eru settar á stokk þekkt og óþekkt óperustykki með smærra sniði en tíðkast í stærri óperuhúsum, flytjendur eru oft ungir og kammerhljómsveit leikur í stað hljómsveitar í fullri stærð.

Stofnendur Kammeróperunnar eru Eggert Reginn Kjartansson tenór, Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran, Unnsteinn Árnason bassi.

Þau byrjuðu ung að koma fram saman í Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og síðan lá leið þeirra allra til Vínarborgar í söngnám. Nú eru þau öll búsett hérlendis eftir nám og vilja þau taka virkan þátt í að efla óperulistformið á Íslandi.

Óperan
Così fan tutte er ein þekktasta og vinsælasta ópera hins mikla meistara Mozarts en hefur ekki verið flutt á Íslandi síðan 2008 af óperustúdíó Íslensku óperunnar. Óperan fjallar um tvo vini, Guglielmo og Ferrando sem fara í veðmál við Don Alfonso sem er eldri og þykist vitrari. Don Alfonso telur að allar konur séu ótrúar, eða allar konur eins (líkt og tiltillinn, Cosi fan tutte, gefur til kynna). Þeir ákveða að dulbúa sig og sanna það fyrir Don Alfonso að þeirra kærustur Fiordiligi og Dorabella séu vissulega trúar sama hvað. Þetta hefur í för með sér skemmtilega og fyndna atburðarás sem endar með ósköpum.

Flytjendur
Einsöngvara sýningarinnar má sjá á myndinni hér að ofan. Systurnar Fiordiligi og Dorabella leika Lilja Guðmundsjóttir (til vinstri) og Kristín Sveinsdóttir (til hægri). Lilja og Kristín eru frænkur í raunheimum sem stunduðu báðar söngnám í Vínarborg og starfa nú hér á landi sem söngkonur, félagsráðgjafi og samfélagsgreinakennari. Jóna G. Kolbrúnardóttir (í miðju) leikur þjónustustúlkuna Despinu en Jóna nam söng í Vín og Kaupmannahöfn og starfar nú einnig á Íslandi sem söngkona ásamt því að vinna fyrir eldri borgara á Grund. Unnsteinn Árnason (til hægri) og Eggert Reginn Kjartansson (til vinstri) leika vinina Guglielmo og Ferrando sem eru elskendur systranna. En þeir eru einnig góðir vinir í raunheimum, lærðu söng í Vínarborg og störfuðu í Austurríki þar til leiðin lá heim til Íslands. Unnsteinn er enn með annan fótinn úti og syngur í óperum á Bregenzer Festspiele nú í sumar. Að lokum syngur Jón Svavar Jósefsson hinn slóttuga Don Alfonso sem nær að hrista upp í ástarsamböndum elskendanna sem virðast órjúfanleg. Jón Svavar hefur komið víða við í tónlistarsenunni á Íslandi undanfarin ár og sló nú síðast í gegn í Ástardrykknum í Þjóðleikhúskjallaranum.

Fjármögnun á verkefninu hefur staðið yfir frá því síðasliðið haust og hefur verkefninu nú þegar hlotist tveir stærri styrkir. Annars vegar 600 000 kr frá Vinafélagi Íslensku óperunnar og hins vegar 600 000 kr frá Tónlistarsjóði Rannís. Sömuleiðis fengu meirihluti söngvara úthlutað listamannalaun úr tónflytjendasjóði fyrir þátttöku sína í verkefninu.

Eins og mörgum er kunnugt kostar það sitt að setja upp óperur og eru margir listamenn sem koma að hverri sýningu. Þar má nefna listræna stjórnendur, einsöngvara, kór, hljóðfæraleikara, hljómsveitarstjóra, sviðshönnuði, búningahönnuði, leikstjóra og getur þessi listi haldið lengi áfram, þá sérstaklega í stærri óperuuppfærslum.

Við erum þakklát fyrir þann stuðning og traust sem okkur hefur nú þegar verið sýnt en munum halda áfram að safna fjármagni fyrir sýninguna til þess að hún standi undir kostnaði og geta greitt listamönnum viðeigandi laun.

Markmið okkar með þessu verkefni er að láta óperulistformið blómstra enn frekar hérlendis. Stétt óperusöngvara hefur staðið í ströngu undanfarin ár og er þá enn mikilvægara að skapa verkefni sem bæði vekur áhuga fólks á óperum en einnig sem veitir klassískum söngvurum tekjur í sinni starfsgrein.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€7,820

raised of €6,500 goal

0

days to go

46

Backers

120% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464