Síðasta og besta plata Eika Einars
Tónlistarmaðurinn Eiríkur Einarsson - Eiki Einars - lést í ágúst árið 2021. Ég er pródúserinn hans, Halldór, sem hef stjórnað upptökum á öllum 5 plötunum hans. Ég fór síðastliðið sumar til Spánar þar sem Eiki bjó til að taka upp 6. plötuna. Okkur tókst frábærlega vel til og er þetta að mínu mati besta platan hans. Nú er kominn tími til að safna til að getað klárað að fullvinna plötuna sem við tókum upp rétt áður en hann lést. Eiki sá yfirleitt um að fjármagna plöturnar sínar sjálfur en nú er hann fallinn frá og því vantar svo háa fjárhæð til að klára verkefnið. Markmiðið er að setja allar plöturnar hans á spotify til að fólk geti notið um aldir alda. Okkur vantar bara að klára þessa síðustu plötu hans svo að draumur okkar, og Eika verði að veruleika.
Okkur (vinum hans og fjölskyldu) þætti afar vænt um það að sem flestir styðji við þetta verðuga verkefni. Eiki var frábær tónlistarmaður og var með sinn eigin stíl, sem margir tónlistarmenn leitast við að finna ævilangt. Eiki var bara hann sjálfur, gerði það sem honum fannst flott og það skein í gegn. Ekki má gleyma því að markmið allra verka Eika var boðun fagnaðarerindis Guðs. Eiki tók það ávallt skýrt fram og verkin hans tala sínu máli. Eiki var með hjarta úr gulli, var sannur sjálfum sér og hann náði að hljóðrita hvorki meira né minna en sex breiðskífur á aðeins 12 árum. Geri aðrir betur.
Hér er linkur á facebook síðu Eika Einars og Byltingarboltanna. Hér eru upptökur og fróðleikur um gerð síðustu plötunnar, meðal annars. Við söknum hans meira en orð fá lýst. https://www.facebook.com/EikiEinarsOgByltingaboltarnir/
Platan Frábært inniheldur 10 lög sem eru eftirfarandi:
01 Alvæpni Guðs
02 Vald viljans
03 Spurnir af ást
04 Lífsins dyr
05 Frábært
06 Það sem skiptir öllu máli
07 Fjársjóðurinn
08 Jákvætt hugarfar
09 Láttu ekki stela gleðinni frá þér
10 Ungur að eilífu
Söngur: Eiki Einars
Bakraddir í Alvæpni Guðs: Íris Guðmundsdóttir og Emilía Fannbergsdóttir
Rafgítar: Eiki Einars og Emil Hreiðar Björnsson
Kassagítar: Eiki Einars og Emil Hreiðar Björnsson
Bassaleikur: Hálfdán Árnason
Trommur, hljómborð og mix: Halldór Á. Björnsson
Mastering: Pete Maher
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464