Arnar Jónsson les úrval ljóða eftir íslenska og erlenda höfunda.
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Ljóð í uppáhaldi er draumaverkefni Arnars Jónssonar, leikara, sem les hér úrval eftirlætisljóða sinna. Afraksturinn verður þrykktur á eigulega LP plötu og auk þess fáanlegur á stafrænu formi fyrir þau sem eru búin að týna plötuspilaranum eða vilja hlusta í bílnum eða uppi í rúmi.
Verkið er safn ljóða úr ólíkum áttum. Hér eru mörg stórvirki íslenskrar bókmenntasögu, en líka lítt þekkt meistaraverk, örstuttar hugleiðingar, drykkjulæti, grín, harmur, kynusli og kyrramyndir. Sum eru risastór og erfið, önnur aðeins fallegt andartak. Þau eru ekki öll fullkomin og sum beinlínis meingölluð, en það er eitthvað í þeim öllum.
„Ég var ekki hár í loftinu þegar ljóðin náðu að töfra mig. Nú er löngun mín að miðla sem best ég kann töfrum ljóðmálsins til sem flestra ljóðavina (trúlega stjórnast það af hvoru tveggja, stærilæti og fjölda áskorana). Einnig ræður sú löngun að kinka kolli til góðra og genginna “mentora”, eða uppfræðara í ljóðaflutningi. (ss Lárusar Pálssonar auk fjölda annarra).
Að upptöku koma, vali, hlustun og útfærslu hafa komið með kunnáttu sína, alúð, áhuga og uppörvun, þau Damon Younger, Þórhildur Þorleifsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Jón Magnús Arnarson, Kjartan Kjartansson, Jakob Frímann Magnússon, Þorvaldur Sverrisson og fleiri og alltaf bætist í hópinn.
Þakklæti mitt til allra þessarra og ykkar er viljið leggja þessu lið er einlægt.
Að gefa og þiggja gæti svo hugsanlega orðið okkar sameiginlegi ávinningur.“
– Arnar Jónsson
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464