Markmiðið er að setja upp heilbrigðisþjónustu með hestum fyrir foreldra barna og börn á aldrinum 2-18 ára og svo ungfullorðna á aldrinum 18-30 ára. Um er að ræða iðjuþjálfun og þjónustu sem aðstoðar fólk til að styrkja sig og kynnast nýjum verkfærum til þess að efla andlega líðan.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€4,510

raised of €4,000 goal

0

days to go

51

Backers

113% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Hafdís Óskarsdóttir

Creator
Iðjuþjálfi, Frumkvöðull, Hugsjónamanneskja, EAGALA professional

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Vonarljós

0%
  • Skipulag námskeiða og meðferða
  • Undirbúningur aðstöðu
  • Fjármögnun
  • Hefja meðferðarstarf

Further Information

Ég heiti Hafdís Bára Óskarsdóttir og er menntaður og starfandi iðjuþjálfi. Ég hef frá því að ég man eftir mér haft gríðarlegan mikinn áhuga á því að aðstoða fólk á einn eða annan hátt. Með árunum þróaðist þetta í að vilja veita öðrum stuðning í sínum andlegum erfiðleikum. Ég sjálf leitaði mikið til dýra fyrir slíkan stuðning sem gerði að verkum að áhugi minn að nýta dýr í meðferðarúrræði jókst. Ég fór svo loks árið 2019 til Danmerkur og náði mér í leyfi til þess að starfa sem equine assisted therapist (fagaðili sem nýtur hesta í meðferðir) í gegnum Eagala samtökin. Hugmyndin af Vonarljós hefur svo blundaði í mér í nokkur ár og finnst mér rétti tíminn til þess núna að leggja af stað í þetta ferðalag.

Hugmyndin er að byggja upp geðheilsumiðstöð með meira óhefðbundnum meðferðum og þar að meðal dýrameðferðum. Framtíðin er vonandi bara björt og ég trúi því einhliða að fleiri séu til í að leggja þessu lið til að verða að veruleika, þar á meðal ríki eða sveitarfélög. Vonandi verður hægt með tíð og tíma að gera Vonarljós að góðgerðarsamtökum en aðeins framtíðin mun leiða það í ljós. Markmiðið með Vonarljós er að setja upp heilbrigðisþjónustu með hestum fyrir foreldra barna og börn á aldrinum 2-18 ára og svo fólk á aldrinum 18-30 ára. Um er að ræða iðjuþjálfun og þjónustu sem aðstoðar fólk til að styrkja sig og kynnast nýjum verkfærum til þess að efla andlega líðan.

Eins og ég nefni að ofan þá er stefnan að innleiða iðjuþjálfun, klíníska meðferð sem felur í sér samskipti við hesta sem er bæði skemmtileg og hvetjandi, sérstaklega fyrir börn. Þessi nálgun tekur þátt á skynjunar-, taugahreyfi- og vitsmunakerfi einstaklinga á einstakan og græðandi hátt. Ég legg mikla áherslu á að hjálpa börnum að styrkja og þróa grófhreyfingar, fínhreyfingar, skyn- og sjónhreyfingar. Vera fagleg í starfi og nýta þau matstæki sem henta hverju sinni. Skila af mér viðeigandi gögnum eins og skýrslum um frammistöðu og mat. Ýmis meðferðartæki verða notuð hverju sinni eftir því hvað hentar hverjum og einum skjólstæðing. Unnið er bæði við jörðu og á baki hestsins þegar við á.

Önnur meðferð sem ég stefnir á að innleiða í Vonarljós er svokölluð sálgæslumeðferð með hestum (Equine-Assisted Psychotherapy), eins og ég vil þýða þetta. Þessi meðferð er venjulega sett upp af löggildum geðheilbrigðisstarfsmanni, hrossasérfræðingi og hestum en það má vera sett saman af heilbrigðisstarfsmanni og hestum. Það verður gert til að byrja með en vonandi munum við ná inn hestafræðing með tímanum. Ég vil samt taka fram að ég hef verið í kringum hesta frá því að ég man eftir mér og hef notast við hesta í nokkur ár. Meðferðin byggist á hugmyndafræði reynslunáms sem hefur sýnt fram á góðan ávinning í þessum meðferðum sem fela m.a. í sér minnkun á kvíða, aukna félagslega meðvitund og aukinn skýrleika. Samveran með hestum gefur fólki innsýn í árangursríkar samskiptaaðferðir við aðra og tækifæri á að vinna úr tilfinningum, hegðun og hegðunarmynstrum. Meðferðirnar eru aðeins unnar við jörðu (viðkomandi þarf ekki að fara á bak hestsins). Meðferðirnar fara fram úti við í viðeigandi gerðum sem og inni við þegar svo ber við og í nánasta umhverfi. Ég er með viðeigandi tryggingu fyrir skjólstæðingana mína og það er aldrei farið lengra en það sem skjólstæðingur treystir sér. Unnið er eftir siðareglum Iðjuþjálfa og heilbrigðisstarfsmanna.

Stefnt er á að bjóða upp á þessa þjónustu á norðurlandi en allir sem vilja geta sótt hana. Nánari staðsetning verður auglýst þar sem unnið er að finna viðeigandi staðsetningu og húsnæði.

Ætlun mín er að fjármagna búnað fyrir hesta og skjólstæðinga, leikmuni, bættan aðbúnað í hesthúsi og námsskeiðsgjald fyrir vefsíðunámskeið.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€4,510

raised of €4,000 goal

0

days to go

51

Backers

113% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464