Vínylplata og markaðssetning
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Kjass er listamannsnafn Fanneyjar Kristjáns Snjólaugardóttur sem er tónlistarkona búsett á Akureyri. Kjass gaf út sína fyrstu plötu, Rætur, árið 2018 sem hlaut tilnefningu til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í opnum flokki en nú kveður við nýjan litríkan tón í tónlistinni sem tekur snarpa beygju í átt að poppi og rokki.
Þrjú lög af plötunni hafa nú þegar litið dagsins ljós á streymisveitum, Hey You, Please Master og Easy.
Kjass á Spotify
https://open.spotify.com/artist/3Y3jw6KR6gP73zjL14gpj8?si=loDRWQw3RCCOlAa37rd8Ww
Kjass á Instagram
https://www.instagram.com/kjass.music/?hl=en
Hljóðfæraleikarar plötunnar eru valdir af kostgæfni. Þau Mikael Máni Ásmundsson og Anna Gréta hafa spilað með Kjass frá upphafi. Þau búa bæði yfir einstökum tón og spunakrafti sem gefur tónlistinni einstaka dýpt. Rodrigo Lopes spilar á trommur og litar tónlistina skemmtilega með suðrænum blæ frá Brasilíu. Stefán Gunnarsson límir síðan allt saman með mjúkum, þéttum og látlausum bassaleik.
Tómas Jónsson spilar á Hammond í tveimur lögum sem gefur þeim aukinnkraft, Ásdís Arnardóttir heldur utan um hljóðmyndina með undurfögrum sellóleik og Daníel Starrason spilar á gítar í lokalagi plötunnar.

Milael Máni Ásmundsson

Anna Gréta Sigurðardóttir

Rodrigo Lopez

Ásdís Arnardóttir

Stefán Gunnarsson

Tómas Jónsson

Daníel Starrason
Eftir að hljóðupptökur hjá Sigfúsi Jónssyni hjá Hljómbræðrum kláruðust hófst skemmtileg vinna þar sem áferð og litir plötunnar tóku að myndast í höndunum á Kjartani Kjartanssyni sem er þekktur fyrir hljóðhönnun margra af stærstu kvikmyndum íslandssögunnar. Þar má til dæmis nefna Börn Náttúrunnar, Engla Alheimsins, Mýrina og A Little Trip to Heaven.
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland