Við ætlum að kaupa iðnaðarhúsnæði í Hveragerði sem hefur aðgengi að jarðvarma til þess að hefja fjöldaframleiðslu á hágæða grænkera ostum. Við viljum styðja við framleiðendur í okkar nærumhverfi og munum kaupa allt það hráefni sem hægt er beint frá býli, því minni kolefnisspor því betra.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€24,645

raised of €20,000 goal

0

days to go

82

Backers

123% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Fjóla Einarsdóttir

Creator
  • Framkvæmdastjóri Livefood ehf.

Erlendur Eiríksson

  • Netflix stjarna og ostagerðarmeistari

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Hágæða íslenskir grænkera ostar

28%
  • Komið auga á rétta húsnæðið
  • Undirbúningur fjármögnunar
  • Hópfjármögnun þess hluta sem upp á vantar!
  • Kaup á húsnæði undir framleiðsluna
  • Uppsetning tækja í framleiðsluhúsnæði
  • Frumframleiðsla í Janúar 2022
  • Febrúar 2022: Senda ostakörfur til þeirra sem keyptu í gegnum Karolina Fund!

Further Information

Fyrirtækið Livefood ehf. var stofnað í nóvember 2019. Markmið okkar með stofnun fyrirtækisins er að framleiða hágæða innlenda plöntuafurða osta. Við leggjum áherslu á að nota vörur sem eru lífrænt ræktaðar og beint frá býli. Við stefnum á að nota vistvæna orkugjafa við framleiðsluna og erum að horfa til jarðvarma í Hveragerði til að láta þann draum rætast. Sameinuðu þjóðirnar þrýsta mjög á um sjálfbæra þróun og fæðuöryggi, ræktun grænmetis og aukning á úrvali í grænkera matargerð skiptir þar máli. Mikið er í húfi og teljum við að ostagerðin okkar stuðli að slíkri þróun í samræmi við áherslur Sameinuðu þjóðanna.

Núna erum við að fjármagna kaup á iðnaðarhúsnæði sem hefur aðgengi að gufunni góðu og því ákváðum við að prófa þessa leið. Við erum komin með helming þess fjármagns sem þarf í útborgun en vantar enn 10 milljónir upp á svo allt gangi snuðrulaust fyrir sig. Þar komið þið til sögunnar. Við bjóðum upp á að styrkja okkur með litlum framlögum og fá þakkir fyrir. Við bjóðum einnig upp á að styrkja okkur með hærri framlögum og fá þakkir, upplifun og/eða osta í staðinn. Við sendum ostakörfurnar til ykkar í byrjun febrúar þegar framleiðslan er komin á fullt. Margt smátt gerir eitt stórt - þið getið hjálpað okkur að láta drauminn rætast!

Með hágæða grænkera ostagerð erum við að svara kalli stækkandi markaðar með grænkera matvæli. Það eru 24 þúsund meðlimir inn á FB síðunni Vegan Ísland og höfum við fengið fjölmargar fyrirspurnir þaðan um hvenær ostarnir fara í almenna dreifingu. Við stefnum á að vera komin með osta í dreifingu í mars 2022. Við erum með hágæða íslenska vöru og það er svo sannarlega okkar forskot, markaðurinn öskrar hreinlega á góða grænkera osta. Vert er að taka fram að verkefnið hlaut nýsköpunarstyrk Haga, Uppsprettu, í júní 2021 og í kjölfarið samning um aðstoð við framsetningu í búðir og auglýsingar. Sú viðurkenning og aðstoð er litlu nýsköpunarfyrirtæki ómetanleg.

Okkar stefna er skýr, að framleiða hágæða osta úr eins mikið af íslensku hráefni og aðstæður leyfa. Halda áfram að bera hugvit og hróður landsins sem víðast og sýna fram á að við erum í forgrunni meðal þjóða að bæta og breyta umhverfi okkar og venjum til hins betra. Ávinningur er að því fyrir okkar nær umhverfi á Suðurlandi að skapa störf og sérstöðu með hágæða matvöru sem er rétt að byrja að þróast um allan heim. Búist er við að heimsmarkaðurinn fyrir grænkera osta muni ná markaðsvirði 3,9 milljarða dollara í lok árs 2024, samanborið við 2,1 milljarð dollara árið 2016.

Við höfum litið á þetta verkefni sem langhlaup en ekki kapphlaup. Mesti tími okkar hefur farið í þróun ostanna. Hver mygluostur tekur sex vikur og þegar útkoman er ekki eins og við vildum þarf að hefja ferlið aftur, og aftur. Kartöfluostarnir taka aftur á móti aðeins tvo daga í framleiðslu vandmálin við þróun þeirra var áferðin og fyllingin. Geta brætt þá ofan á pizzu og sneitt þá ofan á brauð. Hugmynd varð að hágæða vöru. Næsta vandamál var fjöldaframleiðslan. Hvernig hægt væri að tryggja gæðin. Hvernig getum við notað vistvæna orku og minnkað öll okkar kolefnisspor við framleiðsluna. Svörin komu ekki í draumi heldur eftir þrotlausa hugmyndavinnu og prófanir. Loksins höfum við náð tökum á öllum þeim hindrunum sem við mættum á leiðinni, í langhlaupinu okkar.

Frábærir styrktaraðilar í gegnum ferlið

Þróunarvinna hófst 2018 og fékk verkefnið styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands í seinni úthlutun sjóðsins það ár. Hugmyndin var einnig valin inn í vinnusmiðju Nordic Kitchen Iceland í nóvember 2018 sem leidd var af Evu Michalsen og öðrum frumkvöðlum í íslenskri matargerðarlist. Livefood ehf. var stofnað í nóvember 2019. Verkefnið fékk aftur styrk í seinni úthlutun SASS 2020. Verkefnið var valið í Startup Okídea 2021 og fékk 1 milljón í styrk samhliða þátttöku frá Landsvirkjun. Verkefnið hlaut 2 milljón króna styrk í júní 2021 frá Högum og í kjölfarið samning um aðstoð við framsetningu í búðir og auglýsingar. Verkefnið fékk 3 milljón króna styrk í september 2021 úr Matvælasjóði fyrir launakostnaði. Verkefnið fékk 300 þúsund króna styrk frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í október 2021. Í nóvember 2021 fékk Livefood samning við VMST um nýsköpunarráðningu í 6 mánuði.

Eftirfarandi teymi hefur staðið að verkefninu

· Fjóla Einarsdóttir,framkvæmdastjóri Livefood ehf. (stofnandi og eigandi).

· Erlendur Eiríksson, verkefnastjóri Livefood ehf. (stofnandi og eigandi).

· Ingólfur Þór Tómasson, samskipti og markaðsmál.

Fjóla Einarsdóttir er með meistaragráðu í þróunarfræðum, MA diplóma í fjölmenningu, hnattvæðingu og fólksflutningum, BA gráðu í stjórnamálafræði og diplóma í hagnýtri íslensku. Hún hefur lengst af stýrt stórum og viðamiklum verkefnum fyrir Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ). Unnið með helstu stjórnendum á öllu Suðurlandi í verkefnum tengdum almannavörnum, setið í aðgerðastjórn og stýrt aðgerðum RKí á Suðurlandi. Séð um framkvæmda- og fjárhagsáætlanir, umsóknir í verkefnasjóð, skiplag o.fl. fyrir deildir RKÍ á Suðurlandi og Suðurnesjum. Hún hefur einnig búið og rannsakað í Afríku og starfað sem stundakennari við eigindlegar rannsóknaraðferðir og vettvangsathuganir.

Hlutverk Fjólu er almenn stjórn fyrirtækisins Livefood, daglegur rekstur, fjármál, skipulag og stefna. Hafa umsjón með að allir verkþættir verkefnsins séu unnir innan tímaramma og sjá um samskipti við þá aðila sem að verkefninu koma.

Erlendur Eiríksson er menntaður matreiðslumeistari frá Hótel- og Veitingaskóla Íslands, leikari frá Arts Educational Schools í London og með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Erlendur hefur starfað á fjölda veitingahúsa bæði sem stjórnandi og matreiðslumaður hér á landi og erlendis. Séð um kennslu í matreiðslu hjá Salt eldhúsi og tekur reglulega námskeið til að viðhalda ferskleika og frumsköpun. Hann starfaði sem yfirmatreiðslumeistari og framleiðslustjóri skyrgerðar hjá Skyrgerðinni í Hveragerði í um þrjú ár. Erlendur hefur einnig komið að uppsetningum af verkum leiklistarhópsins Vesturports, unnið í kvikmyndum, sjónvarpi, hljóðvarpi og á sviði sem leikari.

Framlag Erlendar til verkefnisins er sú þekking og kunnátta sem hann hefur aflað sér í gegnum tíðina í matvælaframleiðslu og matargerð. Tengslanetið sem hann hefur aflað sér í þeim fjölmörgu verkefnum sem hann hefur haft hlut að máli og óbeljandi og brennandi áhugi á verkefninu. Hlutverk hans verður að stýra verkefninu, kynna það og koma því áfram. Erlendur hefur sett saman sterkt teymi sem myndar góða heild í framleiðsluferlinu og markaðssetningu sem vinnureftir vel skilgreindum viðmiðum um gæði vörunnar og framgang verkefnisins. Einnig hefur verkefnastjórinn séð um að útbúa uppskriftir og aðferðir fyriralla ostana sem framleiddir verða ásamt því að finna réttu birgjana og samstarfsaðila.

Ingólfur Þór Tómasson er markþálfi og leiðbeinandi í samskiptafærni. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af rekstri fyrirtækja, mannauðsstjórnun og mannlegum samskiptum. Undanfarin ár hefur hann starfað við ferðaþjónustu; sölu ferða, leiðsögn, skipulagningu viðburða og rekstur hótels. Hann hefur einnig starfað sem þjónn og rekstraraðili á fjölda skemmtistaða, bæði innanlands og utan, þjónað til borðs í konunglegum veislum, staðið vaktina við potta og pönnur og þrifið diska og annað er snýr að veitingarekstri, allt frá árinu 1988. Ingólfur mun sjá um samskipti og markaðsmál hjá Livefood í samvinnu við verkefnastjóra og framkvæmdastjóra, samskipti við birgja, kynningar, uppsetningu á tækjabúnaði ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Að auki eru ansi margir vinir og vandamenn ásamt frábærum sérfræðingum sem hafa aðstoðað okkur í gegnum allt ferlið.

Að lokum koma hér nokkur orð um ostana okkar:

Kartöfluostarnir verða okkar sérstaða þá osta er Elli ostagerðameistari (já og Netflix stjarna svo því sé haldið til haga) búinn að þróa í þó nokkuð langan tíma þar sem áherslan var lögð á að geta framleitt plöntuost úr íslensku hráefni. Ostarnir og uppskriftir eru í stöðugri þróun til að gera eins góða osta og mögulegt er. Þessir ostar eru í grunninn framleiddir úr íslenskum kartöflum og unnir með mjólk sem við framleiðum úr íslenskum höfrum. Breytilegt er hvað við setjum í þessa osta þar sem notað eru árstíðabundnar vörur til að gera sem skemmtilegustu brögð hverju sinni. Þessa osta er hægt að rífa, sneiða og bræða og eru tilvaldir á ostabakkann, í matseldina, ofan á kexið eða sem gott gúmmulaði á salatið.

Jarðepla ostar

Rauðisterki: Þurrkuð jarðaber og rósablöð úr Hveragerði með smá eldpipar til að gefa þessu kikk.

Villisveppir og turfflu olía: Eins og er þá notum við blandaða franska villisveppi og hvíta trufflu olíu (jarðsveppaolíu) til að ná fram djúpu og jarðnensku bragði.

Túnfífill og graslaukur: Þar sem túnfífillinn var notaður sem lækningajurt hér áður fyrr var enginn spurning um að þróa einn góðan fallegan sumar ost með þessari jurt sem allir kannast við. Svo stráum við heimaræktuðum graslauk yfir.

Hreinn og beinn: Þessi er grunnurinn af jarðeplaostunum. Honum svipar til hefbundins brauðostar og er frábært á samlokur, í salöt og á heita rétti. Rífð‘ann, sneidd‘ann eða skerð‘ann í bita á ostapinna.

Reyktur og Svartur: Reyktsvört lífræn paprika frá Sólheimum hulin með ávaxtaösku. Spennandi og falleg viðbót á ostabakka.

Ferskostar: Smyrjanlegir og mjúkir ostar úr lífrænum kasjúhnetum með ostagerlum og blöndu af íslenskumkryddjurtum og grænmeti.

Blandað Sólheima grænmeti: Ferskasta blandaða árstíðarbundna grænmetið sem hægt er að finna og ræktað á lífrænan hátt.

Fjallagrös og kúmen: Íslensk handtínd fjallagrös og kúmen. Bæði gott og stútfullt af heilnæmri næringu íslenskrar náttúru.

Tómatar og Basil pestó: Hálfþurrkaðir lífrænir tómatar frá vinum okkar í Friðheimum ásamt ferskumbasil, hvítlauk, næringargeri og kasjúhnetu bitum.

Svartur hvítlaukur: Gerjaður svartur hvítlaukur og svartur pipar. Dimmur og smá spæsí.

Mjúkir ostar

Camembert/BrieStyle – Mjúkur og hvítur

Hvítmygluostur sem gerður er eftir hefbundnum aðferðum ostagerðar en við notum okkar eigin kasjúhnetu mjólk í stað þess að nota hefðbundna dýramjólk í framleiðsluna.

Gráða/Blámygluostur – Blár og bragðmikill

Þessi ostur tekur hvað lengstan tíma að búa til og ná fram besta bragðinu og fallegum bláum línum. Þess virði að bíða eftir! Blámygluostur sem gerður er eftir hefbundnum aðferðum ostagerðar en við notum okkar eigin kasjúhnetu mjólk í stað þess að nota hefðbundna dýramjólk í framleiðsluna. Til að hækka fituinnihaldið í ostinum notum við lífræna kókosmjólk en kókos bragðið hverfur í þroskaferlinu og ostabragðið tekur yfir á dásamlegan hátt.

Annað góðgæti frá Livefood ehf.

Hveitigrasmysa: “Rejuvelac” eins og Dr. Ann Wigmore kenndi okkur að gera. Eitt af undirstöðum lifandi fæðis lífstíl. Drykkur sem fullur er af heilnæmum meltingar ensímum. Spíruð hveitifræ sem lögð eru í íslenskt vatn í eina viku til að ná sem ríkustu næringu úr spírunum. Gott að þennan drykk með elduðum eða hráum mat til að hjálpa til við niðurbrot á fæðunni og auka upptöku næringarefna. Frábært í smoothe í stað jógurts eða annara vara með mjólkugerlum.

Grænmetiskæfa: “ VeggieKraut” Besta árstíðabundna lífræna grænmetið frá Suðurlandi sem unnið er á svipaðan hátt og súrkál. Niðurbrotið á náttúrlegan hátt, stútfullt af góðum meltingargerlum og auðmeltanlegum næringarefnum. Algjör orku- og vítamín bomba. Gott eitt og sér, sem skyndibiti á ferðalögum eða sem spennandi nýjung á osta og grænmetisbakka.

Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar geta sent póst á framkvæmdastjóra Livefood, Fjólu Einarsdóttur, á netfangið fjola@livefood.is eða á verkefnisstjóra ostagerðarinnar, Erlend Eiríksson, á netfangið elli@livefood.is.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€24,645

raised of €20,000 goal

0

days to go

82

Backers

123% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464