Hvammstangi International Puppet Festival er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, Norðurlandi vestra, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Við eflum listamenn og listræn gildi í dreifbýli og bjóðum upp á brúðusýningar á heimsmælikvarða með áhorfendum sem taka vel á móti þeim
... lesa áfram

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€3.089

safnað af €3.000 marki

0

dagar eftir

44

Stuðningsfólk

103% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Greta Clough

Creator
  • Event Management
  • Production management
  • Arts programming
  • Festival Management
  • Performing Arts
  • Cultural Policy
  • Arts Management
  • Theatrical Design
  • puppetry

Sigurður Líndal

  • Regional development
  • Theatre Directing
  • Tourism Management
  • Translation
  • Puppetry Festival Management
  • Voice Over Artiste
  • Arts Policy and Management

Nánari lýsing

Hvammstangi International Puppet Festival er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, Norðurlandi vestra, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Við eflum listamenn og listræn gildi í dreifbýli og bjóðum upp á brúðusýningar á heimsmælikvarða með áhorfendum sem taka vel á móti þeim. Við leggjum mikið upp úr listrænum gæðum og að efla samfélög og listamenn.

HIP er samfélagsleg hátíð. Hún er í núinu og mótar framtíðina í senn. Hún er vettvangur þar sem listamenn geta komið saman og deilt kunnáttu, gleði, mat, list og skemmt sér. Hún er anakreonísk. HIP er hvíld frá ysi og þysi og gott tækifæri til þess að njóta algerrar kyrrðar Norðurlands vestra.

Hátíðin er haldin á tveggja ára fresti í annari vikunni í október, helgina eftir stóðréttir. Í ár verður hátíðin haldin dagana 8. - 10. október. Við getum ekki beðið eftir taka á móti ykkur!

Ást til ykkar allra og lengi lifi brúðugerð!

Skoðið thehipfest.com til að fá frekari upplýsingar.

Smá uppfærsla:

Við erum bara eins árs og samt erum við verðlaunahátíð!

HIP Fest var valið menningarverkefni ársins af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra árið 2020. Árið 2021 hlaut Hanbendi Brúðuleikhús hin virtu verðlaun Eyrarrósina, sem veitt eru framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, fyrir m.a. HIP Fest og störf okkar í Húnaþingi vestra.

Dagskrá hátíðarinnar í ár verður glæsileg, með úrvali listamanna hvaðanæva að úr heiminum. Hátíðin býður upp á úrval námskeiða, meistaranámskeiða, leiksýninga, kvikmynda og „auka“ viðburða fyrir alla aldurshópa. Þó hlutirnir séu enn að mótast og lokaútgáfa efnisskrár verði ekki í birt fyrr en aðeins síðar, erum við stolt af að kynna að eftirfarandi verk verða á hátíðinni 2021:

Brúðuleikhús Merlín (Þýskaland) - Trúðahúsin (16+)
Cezanne Tegelberg Productions (Holland) - Yuto og tréð (allir)
El Patio Teatro (Spánn) - Með höndum (5+)
WakkaWakka Productions (BNA / Noregur) - Ódauðlega marglyttustúlkan (12+)
Hop Signor (Grikkland) - Gíraffi (5+)
Lutkovno Gledališce Ljubljana (Slóvenía) - Dauði, önd, og túlípaninn (3+)
Leikhópurinn 10 fingur (Ísland) - Lífið (3+)
Cat Smit Productions (Holland) - Landamæri (16+)

Ókeypis /sýningar á röltinu frá:

Kunuu Títeres (Paragvæ / Ísland)
Puppet Prototyping (Belgía)

Vinnustofur, fyrirlestrar og meistaranámskeið frá:

Leikhúsið 10 fingur (3+)
Brúðuleikhús Merlín (8+)
El Patio Teatro (5+)
Tessa Rivarola frá Kunuu Títeres (5+)
Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik (16+)
Tobi Poster frá Waddle & Daub (16+)
Bart & Pascale frá Puppet Prototyping (5+)

fleira tilkynnt síðar....

Kvikmyndir & sýningar:

Heather Henson's Handmade Puppet Dreams (USA) - stuttmyndir fyrir fjölskyldur (við allra hæfi)

Waddle & Daub (Bretlandi) - Úrkynjaðar langanir viðrinisins Tarare - brúðuópera

fleira tilkynnt síðar....

Aukaviðburðir:

Móttökukvöldverður UNIMA Íslands - hittu listamennina, borðið góðan mat saman og komist í hátíðarstemningu. Móttökukvöldverðurinn er í boði UNIMA Íslands.

Verðlaunaafhending og lokahóf (18+)

Hafðu í huga að heimurinn er enn á mjög undarlegum og síbreytilegum stað og að aðstæður eru mjög mismunandi eftir löndum. Með þetta í huga er mögulegt að hátíðardagskráin taki smávægilegum breytingum. Við munum alltaf gera okkar besta til að halda ykkur upplýstum. Ef viðburði sem þú átt miða á er af einhverjum ástæðum aflýst munum við bjóða þér miða á samsvarandi viðburð eða endurgreiðslu.

COVID-19 YFIRLÝSING

Heilsa og velferð íbúa, gesta og listamanna er okkar forgangsmál. Við höfum gripið til, og munum halda áfram að grípa til, allra nauðsynlegra rástafana í samræmi við fyrirmæli embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Eins og staðan er í dag þá uppfyllir HIP öll skilyrði. Skyldu aðstæður breytast hér á landi eða í upprunalöndum alþjóðlegra gestalistamanna, bregðumst við að sjálfsögðu við því.

Hversu mikið sem við reynum að vera fullkomin þá tekst okkur það aldrei, þannig að ef þú kemur auga á eitthvað á hátíðinni sem betur má fara þá hvetjum við þig til að láta okkur vita.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Í framkvæmd

Þetta verkefni hefur náð fjármögnun og er nú í framkvæmd.

€3.089

safnað af €3.000 marki

0

dagar eftir

44

Stuðningsfólk

103% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland