Tímarit fyrir fagfólk í ferðamennsku
Í venjulegu árferði starfa milli 30 og 40 þúsund manns í ferðaþjónustu á Íslandi, beint og óbeint. Hver einasti starfsmaður er stöðugt að gera sitt allra besta til að hjálpa erlendum gestum að eiga ógleymanlega upplifun í einu fjölbreyttasta og fallegasta landi heims.
Allt þetta duglega fólk á skilið vettvang til að deila upplýsingum og ráðum, segja sögur sínar, fræðast og tala saman um sameiginleg áhugamál.

Við vinnum að útgáfu veftímarits ætlað öllum sem vinna með ferðamönnum. Leiðsögumenn, bílstjórar, afgreiðsla, sala, þjónar, landverðir, safnverðir... þetta verður tímaritið ykkar.
Til að taka af allan vafa - við erum ekki túristablað. Lesendur okkar eru fyrst og fremst fólkið sem lætur töfrana gerast - fólkið úti á mörkinni.
Við vitum öll að störf í okkar bransa eru ólík öllum öðrum. Við lifum í eins konar búbblu þar sem gleði, upplifun, adrenalín, stress og tímaáætlanir eru allsráðandi. Fjölskylda þín og vinir skilja ekki alltaf hvers vegna þú leggur þetta á þig, en við skiljum það. Þess vegna langar okkur að búa til þetta tímarit.

Við erum spennt að færa þér nýtt efni í hverjum mánuði, svo sem fréttir, viðtöl, góð ráð, greinar um búnað, jarðfræði, sögu, öryggi, náttúruvernd, græna ferðaþjónustu, reglugerðir og mismunandi menningarheima, veitinga- og gististaðaumfjallanir, leiðsögumann mánaðarins, atvinnuauglýsingar, o.s.frv., o.s.frv.!
Á heimasíðu tímaritsins, www.weguide.is, birtast reglulega fréttir á milli útgáfudaga, en þar verða líka öll tölublöðin geymd svo allir geti lesið þau frítt.
Tímaritið er á ensku, þar sem stór hluti starfsmanna í ferðaþjónustu hefur ekki íslensku að móðurmáli.
Og ef þér finnst eitthvað vanta, láttu okkur endilega vita - eða hugleiddu að senda inn efni!

Við stefnum á að afla fjár til að hjálpa til við að borga fyrir fyrstu tvö tölublöðin (desember 2020 og janúar 2021). Eftir það vonum við að blaðið verði orðið sjálfbært með auglýsingasölu.
Það fjár sem verður aflað verður notað til að borga þeim sem búa til efni í fyrstu tvö tölublöðin (öðrum en ritstjórninni) og að koma vefsíðunni í loftið.
Meðliðimir ritstjórnar hafa mikla reynslu af störfum við fjölmiðla, auk þess að vera leiðsögumenn að atvinnu. Við bætist svo fjöldi fólks sem mun búa til fjölbreytt efni tengt öllum starfsgreinum sem snúa að ferðaþjónustu.
Við höldum að þetta gæti orðið uppáhalds tímaritið þitt.
Hjálpaðu okkur að láta það gerast :-)
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland