Bókin Animal Liberation er eftir ástralska heimspekinginn Peter Singer og kom fyrst út árið 1975. Bókin var uppfærð árið 1990 og hefur markað sér sess sem eitt mikilvægasta heimspekiverk síðari tíma. Nú stefnir allt í, vonandi með þínum stuðningi, að bókin komi út í íslenskri þýðingu.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€2,436

raised of €2,000 goal

0

days to go

62

Backers

122% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Benjamin Sigurgeirsson

Creator
  • Data Analysis
  • teaching

Jenny Sigurgeirsdóttir

  • Design & layout
  • Human Functionality Agent

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Frelsun Dýra

100%
  • Réttindi til þýðinga
  • Þýðing
  • Prófarkalestur
  • Umbrot og hönnun
  • Teikning og hönnun kápu
  • Prentun
  • Útgáfa og dreifing
  • Útgáfupartí

Further Information

Formáli þýðanda

Þessi bók er tímamótaverk sem leggur grunn að þeim siðferðisgildum sem við ættum að styðjast við þegar það kemur að hegðun okkar gagnvart ómennskum dýrum.

Höfundur bókarinnar, Peter Singer, er ástralskur heimspekingur sem hefur sérhæft sig í siðferðisheimspeki sem byggð er á grundvallarreglum nytjasemishyggjunar. Nytjasemishyggjan (e. utilitarianism) gengur út á, í stuttu máli, að finna og fylgja leiðum sem hámarka velsemd og á sama tíma að koma í veg fyrir vansæld. Eða, með öðrum orðum, þá snýst nytjasemishyggjan út að að gera sem mest gott og sem minnst vont. Í gegnum tíðina hefur nytjasemishyggjan reynst ótrúlega sannfærandi og sannspá, og má þar helst nefna hugmyndir nytjasemishyggjusinna fyrri tíðar um málefni kynþáttahyggju og kynjahyggju, og þá kannski sér í lagi í tengslum við frelsishreyfingu þræla og frelsishreyfingu kvenna.

Í Frelsun Dýra þá beitir Peter Singer siðferðisgildum fyrri heimspekinga en hörfar ekki frá þegar þessi gildi ganga gegn þægindum, venjum og hefðum sem við viljum kannski helst ekki yfirgefa. Þess í stað þá bendir Singer á að ef við ætlum að samsama okkur einhverju sem til frambúðar gæti talist mannúðlegt þá þurfum við að taka þátt í frelsishreyfingu dýra; í það minnsta að því leyti að við komum til með að hætta að borða þau.

Bókin heitir á frummálinu Animal Liberation og kom fyrst út árið 1975. Bókin var síðan uppfærð og endurútgefin árið 1990. Síðan þá hefur hún haldist í stöðugri prentun og verið þýdd á fjölmörg tungumál og nú þar með talið á íslensku.

Bókinni fylgja tíu ljósmyndir sem sýna dýr sem eru notuð í tilraunir og til manneldis í verksmiðjubúum. Mun fleiri heimildir í formi ljósmynda og kvikmynda sem sýna í verki það sem Peter Singer lýsir í köflum tvö og þrjú eru nú aðgengilegar almenningi í gegnum nútíma miðla. Þessi gögn, eins átakanleg og þau eru, styðja engu að síður við rökfærslunar sem settar eru fram í Frelsun Dýra.

Texti bókarinnar hefur haldist óbreyttur frá 1990. Það kann að vera eitt og annað beri þess merki, en textinn og megininntak bókarinnar á ekki síður erindi við almenning í dag frekar en 1990 eða 1975. Megininntak bókarinnar um að taka jafn tillit til hagsmuna óháð tegund á alveg jafn mikið við í dag og þegar bókin kom fyrst út árið 1975. Hvernig farið er með dýr í tilraunum og til manneldis er því miður enn eitt af stóru vandamálunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Það helsta sem er komið til ára sinna í texta bókarinnar eru ef til vill tillögur og ráðleggingar varðandi matargerð og skref til þess að breyta um mataræði, enda er upplýsingaflæði, framboð og hegðun með öðrum hætti en þekktist árið 1990. En þetta er aðeins lítill hluti af bókinni og veigalítið atriði miðað við meginintak bókarinnar, og lýsir, ef ekkert annað, tíðarandanum frá þessum árum.

Þó textinn hafi haldist óbreyttur frá 1990 þá hefur Peter Singer skrifað nýja formála samhliða endurprentunum á bókinni sem taka saman eitt og annað sem hefur átt sér stað í frelsishreyfingu dýra fram að þeim tíma. Tveir af þessum formálum, frá 2002 og 2015, fylgja hér í viðauka. Formálinn að fyrstu útgáfu frá 1975 og formálinn að uppfærðu útgáfunni frá 1990 fylgja hér á undan megintexta bókarinnar. Enginn lesandi bókarinnar ætti að sleppa að lesa þessa formála og ætti að líta á þá sem mikilvæga hluta af heild Frelsun Dýra.

Með nýjustu útgáfum bókarinnar fylgir einnig inngangur eftir sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem skrifaði metsölubókina Sapiens. Þannig að áður en Peter Singer stígur á svið, þá bjóðum við velkominn Yuval Noah Harari. Gjöriði svo vel.

B.S. 2020

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€2,436

raised of €2,000 goal

0

days to go

62

Backers

122% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464