Ketó uppskriftabókin er samansafn af ketóvænu uppskriftunum mínum og fróðleik um ketógenískt matarræði. Allar uppskriftirnar eru sykur og glúteinlausar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tryggðu þér þitt eintak fyrirfram og styrktu verkefnið um leið.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€13,954

raised of €5,000 goal

0

days to go

398

Backers

279% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Hanna Þóra Helgadóttir

Creator
  • Ketogenic

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Ketó uppskriftabók

50%
  • Hugmyndavinna
  • Ljósmyndun
  • Uppsetning
  • Yfirferð
  • Prentun
  • Útgáfa!

Further Information

Um verkefnið

Ketó - Uppskriftir - Hugmyndir - Skipulag er 150 bls bók sem gefur lesendanum innsýn inn í ketó matreiðslu með skemmtilegum fróðleik og góðum ráðum sem gott er að fara eftir til að ná tökum á ketó matarræði.
Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Bókin kemur vonandi til með að hjálpa öðrum að gera daginn sinn girnilegan og auðvelda ákvörðunartöku þegar kemur að spurningunni sem allir kannast við "Hvað er í matinn".

Bókin kemur í byrjun desember ef fjármögnum tekst.
Þitt framlag skiptir máli

Matarbloggarinn Hanna Þóra

Ég hef alltaf elskað mat og uppgvötaði mína ástríðu fyrir uppskriftagerð fyrir nokkrum árum síðan. Uppskriftirnar mínar eiga það sameiginlegt að vera bæði sykur og hveitilausar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ég vil hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og með innihaldsefnum sem flestir geta keypt inn í öllum helstu verslunum og notað svo í hverri viku.

Kolvetnaskert matargerð er oft einfaldari en fólk grunar, en gott verður það að vera.

Þegar ég missti vinnuna sem flugfreyja núna í sumar þá fór ég að hugsa hvað mig langaði að gera í framhaldinu á þessum tímamótum og hvaða draumar hafa setið á hakanum sökum anna.
Mig langaði að gera það sem ég er góð í og hef endalausa ástríðu fyrir.
Ketó bókin var mér efst í huga.

Mín saga

Mitt ævintýri hófst í ágúst fyrir tveimur árum síðan þegar ég ákvað að gefa þessu ketó matarræði sem ég hafði heyrt um tækifæri til að sanna sig. Mér fannst ég vera komin í smá öngstræti varðandi aukakíló og leið hreinlega ekki vel, hvorki líkamlega né andlega. Ég var farin að fá liðverki,andþyngsli, bakflæði og ég var alltaf þreytt og orkulaus.

Mér fannst ég vera föst í einhverju fari sem ég vissi að ég þyrfti að ná mér uppúr. Hluti af þessu orkuleysi var einnig járn og blóðleysi en ég hafði verið að berjast við slíkt síðan ég missti mikið blóð í fæðingu eldra barnsins og endaði í bráðaaðgerð. Ég hafði lesið mig til um að ketó gæti einnig haft áhrif á blóðheilsu og sú var raunin í mínu tilfelli.

Mitt markmið til að byrja með var að prófa þessa leið í 3 vikur með algjörlega opnu hugarfari og taka svo stöðuna á líðan og heilsu að þeim loknum. Ég hafði hreinlega engu að tapa.

Ég byrjaði að taka út kolvetnin sem þýddi allan sykur, hveiti og því sem fylgir en það hentaði mér best að hætta öllu á einu bretti. Það hentar mér að vita hvað má borða og hvað má ekki, þá finnst mér ég hafa stjórn á aðstæðum.

Strax á fyrstu viku fóru nokkur kíló af bjúg og líkaminn var augljóslega að bregðast við þeim breytingum sem höfðu átt sér stað með breyttu matarræði.

Eftir 3 vikur var hreinlega ekki aftur snúið. Öll orkan sem fylgdi var eiginlega ótrúleg, ég var miklu léttari á mér bæði líkamlega og andlega og ég fann hvað mér leið virkilega vel. Fötin byrjuðu að passa betur og mér leið mun betur í eigin skinni. Orkan gaf mér ótrúlegan kraft til að prófa mig áfram ogengin spurning að ég ætlaði að halda áfram. Það er svo góð tilfinning að upplifa sig í bílstjórasætinu í eigin líkama.

Afhverju að fjárfesta í þessu verkefni?

Ég hef alltaf verið matmegin í lífinu og er það svo sannarlega enn.
Ég fann mína hillu sem hentar mér fullkomlega og ég upplifi engan skort.

Ef ég get veitt einhverjum innblástur og boðið upp á sykurlausa og kolvetnaskerta möguleika fyrir þá sem vilja prófa þá er ég að gera mitt besta til þess að hjálpa.

Að gefa út bók hefur verið draumur minn lengi en ég hafði ekki tíma fyrr en á þessum tímamótum. Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar.

Þessi bók er tilvalin jólagjöf fyrir ættingja, vini eða starfsfólk fyrirtækja.

Vantar ykkur fleiri bækur en 30 eða eruð með skemmtilega hugmynd? Hafið samband og við finnum lausn.

Ég er að safna fyrir prentkostnaði svo að bókin geti orðið að veruleika. Hver einasta króna hjálpar mér að ná því markmiði.

Þú getur hjálpað mér að láta drauminn rætast og eignast bók um leið.

Ef þið mynduð vilja styrkja verkefnið þá yrði ég ævinlega þakklát
Takk - Takk - Takk

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€13,954

raised of €5,000 goal

0

days to go

398

Backers

279% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464