Út í geim og aftur heim is a project that specializes in music and other entertainment for children. The album, that will be released in 2020, includes 14 songs with a story in-between that combines into one whole. Great fun for the whole family!
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,006

raised of €2,000 goal.

0

days to go.

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Út í geim og aftur heim

50%
  • Lagasmíð og skrif
  • Upptökur
  • Mix
  • Master
  • Myndskreyting
  • Útgáfa!

Further Information

Út í geim og aftur heim

Gerð plötunnar
Um sumarið 2019 fékk ég þá hugmynd um að búa til barnaplötu. Hugmyndin um plötuna stækkaði ört og fór hún frá því að vera 6 laga plata í 14 laga plötu með leikþáttum inn á milli. Þetta verkefni er frábær leið til þess að fá útrás annars vegar fyrir öll lögin sem ég hef samið og veit ekki hvað ég á að gera við og hinsvegar fyrir alla vitleysuna og bullið í mér.

Allir textar og lög á plötunni eru frumsamin. Upptökur fara fram í heimastúdíói. Þó svo að ég spili megnið af tónlistinni sjálfur inn á plötuna hef ég fengið með mér fullt af frábæru tónlistarfólki og leiklistarfólki sem aðstoða mig við gerð plötunnar.

Platan sjálf
Platan inniheldur 14 lög og svo leikþætti inn á milli sem tengjast og vefjast saman í eina heila sögu. Platan er popp/rokk og með miklum áhrifum frá 9. áratug síðustu aldar. Markmið plötunnar er að vera skemmtileg bæði fyrir börn og fullorðna. Auk þess er hún uppbyggileg og tekur á ýmsum þemum eins og vináttu, heiðarleika, varnarleysi, tilfinningar og fleira.

Sagan fjallar um Ofur strákinn Ofur-Ólaf og geimstelpuna Geim-Gerði sem eru kölluð á plánetuna og konungsríkið "Ruglumbull" til þess að stöðva þar illmennið Demónus Þumaltröll sem er búinn að taka yfir kóngsríkið og heldur þegnum þess í gíslingu. Þau lenda í allskyns ævintýrum og kynnast fullt af litríkum persónum.

Söfnun
Ég er það lánsamur að geta tekið upp plötuna og hljóðblandað sjálfur í mínu heimastúdíói. Hinsvegar þarf ég hjálp við að leggja lokahönd á verkið. Plötuna þarf að Mastera og myndskreyta. Einnig mun vera gert takmarkað magn af plötunni í föstu formi.

Segðu mér aðeins frá sjálfum þér
Ég heiti Alexander Freyr og er strákur að sunnan. Ég er búsettur á Selfossi með kærustunni minni, Margréti Hörpu, og dóttur minni, Vöku Röfn. Ég er búinn að vera í tónlist alveg frá árinu 2005 þegar ég byrjaði að læra á gítar. Ég fór í tónlistarnám í Musicians Instute í LA árið 2013 og útskrifaðist þaðan með certificate gráðu og viðurkenningu fyrir besta lokaverkefnið. Eftir það fór ég í félagsráðgjafar nám við Háskóla Íslands og útskrifaðist þar árið 2018. Í dag vinn ég sem umsjónarmaður yfir tveimur frístundaklúbbum á Selfossi og sem kórstjóri í Hörðuvallaskóla í Kópavogi.

Ég er í hljómsveitinni Split Circle ásamt Antoni Guðjónssyni og einnig hljómsveitinni Allt í Einu. Auk þess hef ég verið í nánu samstarfi með Karitas Hörpu sem hennar undirleikari undan farin ár.

Ég elska tónlist, kvikmyndir, teiknimyndir, tölvuleiki, sögur og reyni nú að sameina alla mína krafta til þess að búa til Út í geim og aftur heim.

Hljóðfæraleikarar og aðrir leikarar
Ég stend ekki einn í þessu verkefni og er með fullt af frábæru fólki með mér í liði. Þau eru:

Leikarar og söngvarar:
Karitas Harpa Davíðsdóttir
Salómon Smári Óskarson
Margrét Harpa Jónsdóttir
Elfa Björk Olgeirsdóttir
Arilíus Óskarsson
Gísli Frank Olgeirsson
Anton Guðjónsson

Hljóðfæraleikarar:
Skúli Gíslason - Trommur
Ævar Örn Sigurðsson - Bassi
Karítas Birna Eyþórsdóttir - Fiðla
Gunnar Guðni Harðarson - Fiðla

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,006

raised of €2,000 goal.

0

days to go.

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464