Talnastuð er skemmtilegt og fallegt spil fyrir börn þar sem leikur að tölum er í fyrirrúmi. Hægt er að spila Talnastuð á nokkra mismunandi vegu, leikirnir eru einfaldir og skemmtilegir og ættu að koma öllum í mikið talnastuð.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€8,887

raised of €8,000 goal

0

days to go

170

Backers

111% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Eyrún Pétursdóttir

Illustrator and designer
  • Illistrator

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Talnastuð

100%
  • Hugmyndavinna
  • Myndskreyting
  • Uppsetning
  • Prentun
  • Dreifing

Further Information

Við Bára og Eyrún erum góðar vinkonur úr Hlíðunum sem elskum skapandi vinnu. Við bjuggum til spilið Stafastuð sem kom út árið 2016. Það er stafaspil fyrir börn sem hægt er að spila á nokkra mismunandi vegu. Það má segja að Talnastuð sé einskonar framhald af því nema nú snýst allt um tölurnar.

Við eigum börn á sama aldri, stelpuhóp sem er búin að vera að prufa spilið fyrir okkur og einnig hafa vinir þeirra komið í spilapartý og allir haft gaman af. Nú er endalaust beðið um að spila Talnastuð og við gætum varla hugsað okkur betri meðmæli en það.

Bára sá um að búa til spilið og framkvæmd og Eyrún um myndskreytingu og uppsetningu. Talnastuð er skreytt einstaklega fallegum vatnslitamyndum. Spilið er því ekki aðeins skemmtilegt heldur gullfallegt líka.

Um spilið:

Hægt er að spila Talnastuð á nokkra mismunandi vegu. Spilið hentar bæði börnum sem eru að kynnast tölunum (t.d. að þekkja tölurnar og telja) og þeim sem eru að byrja að vinna með tölurnar (t.d. einföld samlagning og frádráttur).
Spilið er fyrir 3 ára og eldri.
2-4 leikmenn.

Talnastuð inniheldur:

42 talnaspil (2 sett af spilum með tölunum 0-20)
22 myndaspil (2 sett af spilum með 0-10 myndum á)
6 spil með leikreglum
2 talnarunuspil
5 stærðfræðitákn til að búa til dæmi

Talnaspil

Myndaspil

Stytt útgáfa af leikreglum:

Talnabingó: Leikmenn fá myndaspil sem þeir raða fyrir framan sig með myndirnar upp. Bingóstjórinn dregur talnaspil. Ef að leikmaður er með myndaspil í borði sem passar við töluna sem bingóstjórinn dregur má hann snúa því við. Sá vinnur sem er fyrstur að snúa við öllum myndaspilunum sínum.

Samstæðuspil: Samstæða getur verið eins myndaspil, eins talnaspil eða talna- og myndaspil með sömu tölu.

Talnavitleysa (einfaldari útgáfa): Leikmenn nota annaðhvort talnaspil eða myndaspil. Leikmenn skipta spilunum jafnt á milli sín og svo draga báðir spil á sama tíma. Sá sem fær hærra spil/fleiri myndir fær slaginn.

Talnavitleysa (fyrir lengra komna): Leikmenn skipta talnaspilunum jafnt á milli sín og svo draga báðir tvö spil á sama tíma. Sá sem fær hærri summu fær slaginn. Einnig er hægt að nota frádrátt.

Einn, tveir og telja: Myndaspilunum er raðað á borð með myndirnar upp. Spilastjóri dregur tölu sem hann les upphátt. Leikmenn keppast um að vera fyrstir að koma við myndaspilið sem er með jafnmörgum myndum á og talan sem lesin er upp.

Tíu takk: Leikmenn eiga að reyna að mynda töluna 10 með einhverjum af þeim 4 spilum sem þeir eru með í borði, má vera stök tía, 5+5, 6+5-1 o.s.frv. Fyrir byrjendur er gott að nota myndaspilin og fyrir lengra komna talnaspilin. Leikmenn skiptast á að gera. Ef leikmaður nær að mynda 10 tekur hann þau spil hliðar, ef hann nær því ekki má hann skipta einu spili út í hverri umferð. Sá vinnur sem nær að nota flest spil.

Reglurnar eru ekki skrifaðar í stein og þær má beygja og sveigja að vild og aðlaga að leikmönnum svo allir hafi gagn og gaman að.

Vinkonur spila prufuútgáfu af Talnastuði.

Við stefnum á að gefa spilið út í byrjun í desember. Við erum að safna fyrir framleiðslukostnaði og værum ótrúlega þakklátar öllum þeim sem gætu lagt þessu verkefni okkar lið. Það er einlæg von okkar að allir komist í tvöfalt stuð fyrir jólin… jóla og Talnastuð :)
Hér er að sjálfsögðu hægt að næla sér í Talnastuð en auk þess er hægt að verða sér út um Stafastuð og dásamlega falleg jólakort með myndum af dýrunum úr spilunum.

Það verður hægt að sækja spilið í verslunina Spilavini í Reykjavík ákveðna daga í desember.
Einnig verður hægt að fá spilið heimsent (kaupandi greiðir sendingarkostnað).
Ef keypt er fyrir meira en 15.000 kr skutlum við spilunum að sjálfsögðu heim að dyrum (ef þú býrð á stór Reykjavíkursvæðinu).

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€8,887

raised of €8,000 goal

0

days to go

170

Backers

111% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464