Spilaðu formann flokks á þingi sem keppist við að koma sem flestum þingmönnum í vasan. - Styddu málefni, settu lögbann á hneyksli og stingdu svo hina formennina í bakið. - Spil fyrir fólk sem þolir ekki spillingu, nema það fái að spila með.
... read more

Jón Þór Ólafsson

Creator
  • Game Developer

${ reward.title }

${ reward.description }

Limited (${ stockLeft } left of ${ reward.stock }) Gone (0 left of ${ reward.stock })

Markmið Þingspilsins:

Að klára sem flestar umferðir með flesta þingmenn.

Þingspilið er samansett af þremur bunkum:
1. Formannabunki - Spilarar draga eitt Formannspil.
2. Málefnabunki - Eitt Málefnaspil er lagt út í byrjun umferðar.
3. Framtíðarbunki - Spilarar draga tvö spil á hendi í byrjun umferðar, Hneyksli eða Atburði.

- Þá eruð þið tilbúin í slaginn -

Í spilinu geta spilarar kosið um málefni og stundað pólitíska spillingu til að fá fleiri þingmenn, ásamt því að láta aðra spilara missa þingmenn í hneykslum (nema þeir spili út "Lögbanni á fjölmiðla" til að stöðva hneykslið eða "Hvítþvott" til að fá þingmennina aftur).

- Eins og að spila Áramótaskaupið -

Spilarar með Formannaspil sem hefur flesta þingmenn í lok umferðar sigra umferðina. Spilarar sem sigra flestar umferðir sigra spilið. - Fleiri en einn geta sigrað. - Spilarar velja hvort spilið taki 2 eða 3 umferðir.

- Fljót lært & fljót spilað -

.

Söfnunin tókst! 167%

Þingspilið fer í framleiðslu þökk sé þeim sem studdu söfnunina fyrir 16 ágúst og verða öll Þingspil uppfærð í pókerspila áferð og koma í hágæða spilakassa.
- Sem þakklætisvott frá okkur spilahönuðunum fá þau BÓNUS-spilið: „Spilahönnuðir.“

Áfram hægt að pantað hér á KarolinaFund. - Bónusspil!

Allir sem hafa pantað Þingspilið fyrir:
- 1. október - áður en þingið kemur saman - fá bónusspilið: „Þingsetning.“
- 20 . október - fá „óvænt“ bónusspil. - (Upplýst hvaða spil 13. október).

.

Saga Þingspilsins

Hugmyndin kviknar.

Þingspilið varð til í hitamóki eina desember nótt fyrir rúmu ári. Stuttu áður hafði höfundur rekist á Gísla í Nexus (spilabúð) sem sagði vinsælustu spilin í dag vera 'Partýspil' sem fólk lærir strax, tekur stuttan tíma að spila og séu það skemmtileg að fólk vilji strax spila aftur. Fyrri hugmyndir höfundar um stjórnmálaspil röðuðust svo inn í partýspila ramman í hitamókinu.

Fyrsta hönnunin.

Fyrsta hönnunin var svo unnin í jólafríinu. Spilið skrifaði sig svo eiginlega sjálft þegar farið var yfir stjórnmálasöguna í skopmyndum Halldórs Baldurssonar síðustu ára. Halldóri fannst hugmyndin góð og gaf grænt ljós á að gera spilið. Formenn flokkanna á þingi sáu svo sitt spil og var skemmt. Einn sagði höfund ekki alslæman, annar vildi selfie af sér með höfundi og enn annar bað um að sjá hin 'Formannaspilin' og var sáttur við samanburðinn.

Prufukeyrslur.

- Þingspilið var fyrst prufukeyrt við eldhúsborðið með krökkunum og var næstum nógu einfalt fyrir 9 ára.
- Spilakvöld með þingflokkinum, stjórnmálanördum, spilanördum og með fólki sem ekki tilheyrir þeim hópum sýndu að spilið er það skemmtilegt og fjölbreytt að fólk að vill spila aftur, og aftur.
- Gestir og gangandi sem heimsóttu þinghúsið 17. júní sýndu að fólk gat sest niður og byrjað að spila samstundis.
- Prufukeyrslur í malbiksstöðinni á milli þess að afgreiða malbik skiluðu svo lokaútgáfunni sem er á leið í framleiðslu, með þínum stuðningi.


new to market
${getTagLabelByIndex(tag.id)} /
${ campaign.short_description | truncate(70, '...') }
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina