99 ára gamall vitavörður undirbýr eigin jarðarför á meðan hann reynir að tengjast hinu yfirnáttúrulega í sjálfum sér: 'álfinum hið innra'. Hulda (f.1921) og Trausti (f. 1918), hafa búið undir sama þaki í yfir sjötíu ár. Á meðan Trausti fer í leiðangur til þess að finna akkú
... lesa áfram

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€7.182

safnað af €6.500 marki

0

dagar eftir

135

Stuðningsfólk

110% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Jón Bjarki Magnússon

Director, Cinematographer, Editor & Producer

Sindri Freyr Steinsson

Sound Post Production

Hlín Ólafsdóttir

Writer, Producer & Original Score

Andy Lawrence

Associate Producer & MA Supervisor

Sigurður Eyþórsson

Editing Consultant

Veronika Janatkova

Associate Producer & Dramaturg

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Hálfur Álfur

100%
  • Script
  • Shooting
  • Editing
  • Sound design
  • Post production
  • Color grading
  • Marketing
  • Posters and post cards

Nánari lýsing

99 ára gamall vitavörður undirbýr eigin jarðarför á meðan hann reynir aðtengjast hinu yfirnáttúrulega í sjálfum sér: 'álfinum hiðinnra'. Hulda (f.1921) og Trausti (f. 1918), hafa búið undir sama þaki í yfir sjötíu ár. Á meðan Trausti fer í leiðangur til þess að finna akkúrat réttu kistuna fyrir hundrað ára afmælið, hörfar Hulda inn í heim horfinna ljóða með aðstoð stækkunarglersins síns; eftir því sem gamall maður verður uppteknari af álfalendum æskunnar, þeim mun meir þarf kona að þola hann.

Nútímaævintýri

Hálfur Álfur (62 mín) er heimildamynd úr samtímanum, nútímaævintýri sem sækir í þjóðsagnaarf fyrri alda. Þetta er saga þar sem lífinu er fagnað frammi fyrir þeim veruleika sem mætir okkur öllum á endanum, dauðanum sjálfum. Þar sem álfar gera sig gildandi og sýna okkur hvernig þeir geta enn haft áhrif á þá sem standa á tímamótum.

Við sláumst í för með eldri hjónum sem eiga það sameiginlegt að takast á við lífið af æðruleysi, með húmor og grallaraskap að vopni, og fáum um leið innsýn í hugarheim tveggja mjög svo ólíkra manneskja sem fundu hvort annað fyrir margt löngu.

Hulda er lestrarhestur sem þykir best að vera í ró og næði heima hjá sér, horfa á sjónvarp eða lesa bækur. Trausti er steinasafnari sem elskar að vera á flandri, sífellt í leit að félagsskap eða athygli annars fólks. Þegar hann brestur í söng biður Hulda hann að hætta þessum öskrum. Þegar hann kaupir sér líkkistu, hneikslast Hulda og segir hann gruna ættingja sína um að vilja setja sig „niður í jörðina í poka.“ Þegar hann segist helst vilja heita Álfur bendir hún honum á að þá muni ættmenni hans yfirgefa hann.

Mannfræðirannsókn

Sú hugmynd að fjalla með einhverjum hætti um afa minn og ömmu hefur lengi blundað í mér. Stuttu eftir að ég komst inn í meistaranám í sjónrænni mannfræði við Freie Universität í Berlín haustið 2016 áttaði ég mig á því að rétti tíminn væri kominn.

Mig langaði til þess að gera bíómynd um tvær manneskjur sem höfðu ávallt verið mér svo kærar. Ég taldi að ef mér tækist að skilja eilítið betur hver þau væru og hvaðan þau væru að koma, þá ætti ég eftir að eiga auðveldara með að skilja sjálfan mig. Og ég vildi gefa öðrum færi á að fá smávegis innsýn inn í hverfandi heim.

Afi var svo glaður með þessa ákvörðun mína að hann setti upp performans lífs síns. Amma átti erfiðara með að skilja hvað það væri nákvæmlega sem ég væri að gera. Hvers vegna við? Hvað er það við okkur sem er svona sérstakt? Ég vona að myndin sjálf verði nóg til þess að svara spurningu hennar.

Í leit að aðstoð

Ég hef fjármagnað alla framleiðslu til þessa úr eigin vasa, sem hefði ekki verið mögulegt nema fyrir allt það góða fólk sem hefur verið tilbúið að leggja verkefninu lið í sjálfboðavinnu. Myndatökur fóru mestmegnis fram á árunum 2017 og 2018. Grófklippið var tilbúið á síðasta ári og lokaklipp er að verða tilbúið í þessum töluðu orðum.

Ég leita nú stuðnings við að fjármagna þá vinnu sem eftir er, þ.e. eftirvinnslu, hljóð- og litvinnslu, upptökur á tónlist, hönnun plakata/kynningarefnis og umsóknir á kvikmyndahátíðir sem geta t.d. verið mjög kostnaðarsamar og kostað á bilinu 50-200 evrur.

Ég vona að þú sjáir ástæðu til þess að hoppa um borð með „álfahernum“ og aðstoða við að koma myndinni yfir lokahjallann. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að eiga þennan tíma með afa og ömmu á síðastliðnum árum. Mér finnst ég líka skulda þeim að klára myndina á eins fagmannlegan hátt og hægt er svo mögulegt sé að efna loforðið um að koma þeim áhvíta tjaldið.

Ég yrði þakklátur fyrir hverskyns stuðning, hvort sem hann felst í því að þú styrkir gerð myndarinnar með framlagi á KarolinaFund og/eða berir einfaldlega út boðskapinn, t.d. með því að deila Facebook fregnum af söfnuninni eða hvetja aðra til þess að styðja við verkefnið.

Afi Trausti og amma Hulda

Trausti Breiðfjörð Magnússon (f. 1918) og Hulda Jónsdóttir (f. 1921) eru fædd og uppalin í Árneshreppi á Ströndum. Þá voru tímarnir aðrir en nú. Þau byrjuðu barnung að vinna, Trausti réri til fiskjar með föður sínum og fleirum frá Gjögri á meðan Hulda hjálpaði pabba sínum að salta síld á Ingólfsfirði. Hulda var orðin fluglæs áður en hún byrjaði í skóla en Trausta líkaði skólinn hinsvegar illa, enda var hann örvhentur og þurfti því oft að þola það að vinstri höndin væri bundin aftan við stól.

Þau tóku saman á fimmta áratugnum, giftu sig og settust að í Djúpavík hvar þau bjuggu allt til ársins 1959 þegar þau sigldu í burtu með fimm börn, belju og allt sitt hafurtask. Síldarverksmiðjunni hafði verið lokað og í leit að leið til þess að sjá fjölskyldunni farborða tók Trausti stöðu sem vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð. Þetta vareinangraður staður, þá algjörlega vegalaus. Íslenska ríkið sá þeim fyrir húsnæði og tekjum sem dugðu fyrir nauðsynjum auk þess sem þau héldu húsdýr og réru til fiskjar. Þarna héldu þau til í 39 ár eða þar til þau fluttu til höfuðborgarinnar árið 1998.

Leikstjóri

Jón Bjarki Magnússon (b.1984) er heimildamyndagerðarmaður sem hefur starfað í blaðamennsku í yfir áratug. Hann nam ritlist við Háskóla Íslands og útskrifaðist með meistaragráðu í sjónrænni mannfræði við Freie Universität í Berlín 2018.

Jón Bjarki hefur meðal annars skrifað fjölda blaðagreina um stöðu hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi, gefið út ljóðabók og sent frá sér stuttheimildamyndina, Even Asteroids Are Not Alone, sem veitir innsýn í vinatengsl milli þátttakenda í fjölspilunarleiknum Eve-Online.

Myndin vann nýlega til verðlauna konunglegu mannfræðistofnunarinnar í Bretlandi, fyrir bestu stuttmyndina, eða „the most outstanding short film on social, cultural and biological anthropology or archaeology“.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€7.182

safnað af €6.500 marki

0

dagar eftir

135

Stuðningsfólk

110% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland