Mimi bækurnar fjalla um söguhetjuna Mimi, sem segir stuttar sögur þar sem notast er við einföld tákn með tali til að laða fram orðmyndun barna. Tjáskiptaaðferðin býr yfir þeirri sérstöðu að táknin eru hugsuð út frá hugarheimi barna og nýtast börnum með tal- og málörðugleika og tvítyngdum börnum.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€4,037

raised of €4,000 goal

0

days to go

59

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Thorunn Jonsdottir

Creator
Þórunn er með yfir 10 ára reynslu sem frumkvöðull, m.a. sem meðstofnandi Fafu, sem þróar leikbúninga fyrir börn sem byggja á hugmyndum um opinn efniðvið. Þórunn er með Bsc gráðu í viðskiptafræði frá HR og hefur verið leiðbeinandi í frumkvöðlafræði við Vefskólann, Tskóla, HR og LHÍ.
  • Logistics
  • business operations
  • teaching
  • entrepreneurship
  • Copywriting
  • Nýsköpun
  • Strategy
  • Innovation
  • Startups

Hanna Kristín Skaftadottir

Creator
Hanna er höfundur Mimi Saga barnabókanna. Hún er með Bsc í viðskiptafræði og MSc í fjármálum og endurskoðun og lagði stund á nám við Stanford ­háskóla á sviði þroska­ og málvitundar. Hanna hefur frá árinu 2015 haldið námskeið um Mimi aðferðafræðina og sat áður í stjórn Máleflis.
  • Financial planning
  • business operations
  • teaching
  • Accounting
  • Linguistics
  • Developmental Psychology
  • RPA
  • DLT
  • Strategy
  • Innovation
  • Startups

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Mimi - málörvunarbækur fyrir börn

100%
  • Hönnun og uppsetning bóka: 15. janúar til 5. apríl 2020. 
  • Bækur sendar í prentun:  6. apríl 2020.
  • Áætlaður útgáfudagurr bóka: 15. maí 2020.
  • Áætluð útgáfa rafrænna námskeiða:  15. maí 2020.

Further Information

Mimi bækurnar fjalla um söguhetjuna Mimi, sem segir stuttar sögur þar sem notast er við einföld tákn með tali til að laða fram orðmyndun barna. Tjáskiptaaðferðin sem Mimi notast við er byggð á tákn með tali en býr yfir þeirri sérstöðu, umfram eldri aðferðir sem nota tákn með tali, að myndræn uppsetning er hugsuð út frá hugarheimi barna. Táknin byggja á einföldum og náttúrulegum hreyfitáknum sem síðan eru notuð til stuðnings töluðu máli á skemmtilegan máta. Þegar orðamyndun er náð víkja táknrænu samskiptin fyrir orðnotkun. Teikningarnar í bókunum eru skapaðar af börnum með aðstoð ungs verkefnisstjóra.

Mimi aðferðafræðin

Mimi bækurnar komu fyrst út árið 2013 þegar Hanna Kristín Skaftadóttir stóð frammi fyrir þeirri áskorun að yngri sonur hennar glímdi við sértæka málhömlun. Hanna Kristín sökkti sér í lestur fræðigreina um málhamlanir og tileinkaði sér aðferð sem kallast tákn með tali (TMT), sem er tjáskiptaaðferð sem var upphaflega þróuð fyrir börn með málþroskaröskun. Í kjölfar útgáfu fyrstu bókanna fór Hanna Kristín í nám í málvísindum og þroskasálfræði barna við Stanford háskóla í Bandaríkjunum sem hún nýtti til að þróa aðferðina frekar.

Mimi tjáskiptaaðferðin byggir á einföldum og náttúrulegum hreyfitáknum sem notuð eru á skemmtilegan máta til stuðnings töluðu máli og taka mið af þroska og þörfum ungra barna. Upprunalega byggir tákn með tali mikið á náttúrulegum táknum þar sem notast er við bendingar, látbragð og svipbrigði, að viðbættum táknum úr táknmáli heyrnarlausra og er áhersla lögð á að tákna lykilorð hverrar setningar. Aðferðafræðin nýtist fólki á öllum aldri sem hefur tal- og málörðugleika af öðrum orsökum en heyrnarleysi. Mimi aðferðafræðin býr yfir þeirri sérstöðu að öll myndræn uppsetning er hugsuð út frá hugarheimi barna.

Gefnar voru út sjö bækur á 9 mánuðum, árið 2013, sem allar miðuðu að því að örva börn til tjáskipta. Bækurnar voru skrifaðar af Hönnu Kristínu, en teikningar voru eftir barnsfaðr hennar. Auk bókanna þróaði Hanna Kristín námskeið fyrir fjölskyldur og fagfólk og ferðaðist vítt og breitt um landið, og utan landsteinanna, með námskeiðin.

Umsagnir um Mimi námskeiðin

„Algerlega frábært námskeið-Aðgengilegt efni sem allir skilja og geta nýtt sér. Mæli 150% með fyrir alla þá sem umgangast börn. Hjartans þakkir fyrir mig.“„Æðislegt efni ! Svo aðgengilegt og þægilegt fyrir alla að tileinka sér!“„Líflegt og áhugavert námskeið. Virkilega hagnýtt og nýtist á mörgum sviðum lífsins!“

Næstu skref

Á þeim tæpu sex árum síðan fyrsta bókin kom út hefur fengist dýrmæt endurgjöf frá foreldrum og fagfólki. Nú er unnið að næstu fjórum Mimi bókunum sem taka mið af þessari endurgjöf foreldra og fagfólks og þeim lærdómi sem hefur áunnist síðustu árin. Textagerð er í höndum Hönnu Kristínar Skaftadóttur, höfundi Mimi aðferðarfræðinnar, en teikningar eru eftir Benedikt Bjarna Melsted og Mikael Björn Melsted, syni Hönnu Kristínar. Verkefnisstjóri teiknaranna er Ýr Örlygsdóttir og umbrot er í höndum Matej Hlavácek.

Til stendur að gefa út fjórar nýjar Mimi bækur þann 15. febrúar 2020. Frekari þróun á námskeiðunum stendur þá yfir og er áætlað að setja í loftið rafræn námskeið fyrir aðstandendur og fagfólk í mars 2020. Textagerð og teikningar eru nú í uppsetningu hjá hönnuði, en vinna við það er fjármögnuð af Mimi Saga teyminu. Við leitum eftir aðstoð ykkar til að til að fjármagna umbrots- og prentkostnað bókanna. Með ykkar stuðningi getur Mimi Saga áfram unnið að því að efla að málörvun og stuðla að aukinni málvitund ungra barna á Íslandi.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€4,037

raised of €4,000 goal

0

days to go

59

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464