Anna Jonsdóttir, flytur íslensk þjóðlög á óvenjulegum og töfrandi stöðum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Dragos Alexandrescu og hljóðmaðurinn Árni Gylfason, fanga hljóði og mynd. Ingibjörg Hrönn Guðmundsdóttir, hannar seiðandi búning til gera upplifunina meiri og til að vera samnefnari fyrir myndavélin.
... lesa áfram

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€7.061

safnað af €7.000 marki

0

dagar eftir

44

Stuðningsfólk

101% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Teymi

Anna Jonsdottir

Creator
  • soprano singer
  • Vocie artist

Nánari lýsing

VERKEFNIÐ

Uppi og niðri og þar í miðju- úr alfaraleið
Kvikmynduð tónleikaferð

Tónleikaröðin Uppi og niðri og þar í miðju - úr alfaraleið er einstakt tækifæri til að kynnast landinu, íslenskum þjóðararfi og heyra sögur sem þú hefur kannski ekki heyrt áður og styðja við menningarviðburði sem eiga fáa sína líka.

Lokamarkmið ferðarinnar er að festa tónleikana og umhverfið í mynd og hljóð. Viðburður í stórbrotnu og sérstæðu umhverfi er að miklu leyti sjónrænn eða myndrænn og því er eðlilegt að nota mynd og hljóð til að koma efninu til skila og varðveita það. Finnsk-rúmenski kvikmyndagerðarmaðurinn Dragos Alexandrescu sér um kvikmyndatöku, en samstarfið við hann og verkefnið í heild eru jafnframt hluti af North Cultidude 6263, sem er alþjóðlegt samstarf listamanna á norðlægum breiddargráðum.

Verkefnið eru 6 tónleikar með íslenskum þjóðlögum sem tjá flest sem viðkemur mannlegri tilveru, á sérvöldum stöðum á Íslandi í Júlí 2019. Staðirnir eru:

11. júlí Tjarnargígur í Lakagígum
12. júlí Akranesviti
14. júlí Stefánshellir í Hallmundarhrauni
16. júlí Lýsistankur í Djúpavík
18. júlí Botnstjörn í Ásbyrgi
20. júlí Emelíuklappir í Grímsey

Staðirnir eru valdir með það í huga að þeir séu áhugaverðir fyrir þá sem á hlýða og horfa og að þeir hafi einstaka skírskotun fyrir myndavélina. Einnig er von á leynigestum á valda tónleika.

Markmið verkefnisins er að varðveita íslenskan þjóðararf í þessu náttúrlega og sérstaka umhverfi og búa til efni fyrir sjónvarp, innsetningar og tónlistarmyndbönd.

Það er mjög áhrifamikið að vera áhorfandi og áheyrandi að listviðburði úti í náttúrunni eða í öðrum sérstökum rýmum. Skilningarvitin skerpast og það skapar sérstaka upplifun og ekki síst nánd við það sem flutt er. Þetta gefur viðburðinum viðbótarvídd, áhorfandanum finnst hann verða hluti af sýningunni þar sem allt rennur í eina heild.

SÖNGKONAN

Ég heiti Anna Jónsdóttir, er sjálfstætt starfandi sópransöngkona, staðsett í Reykjavík, með heiminn sem leikvang.

Það hefur í senn verið bölvun og blessun, að starfa í umhverfi sem er eins fámennt og hér á Íslandi.
Bölvun vegna fárra atvinnutækifæra og þess hve lítið þjóðfélagið er, þannig að oft er búið að setja hvern og einn fyrirfram á ákveðinn stað í list og lífi.
Blessun einmitt vegna þessa sömu atriða, því það hefur ýtt mér áfram til að skapa mér sjálf verkefni og leita fanga á óhefðbundnum stöðum á óhefðbundinn hátt.

Ég hef fengist við að flytja margar gerðir tónlistar frá ýmsum tímabilum, ég hef haldið fjölda einsögnstónleika með fjölbreyttum dagskrám, allt frá endurreisnar- og þjóðlagatónlist til frumflutnings nýrra tónverka.

Það hefur þó farið svo að íslensku þjóðlögin hafa tekið meira pláss í starfi mínu eftir því sem tíminn líður og þykir mér vænt um það.

Ef ég ætti að setja fingur á hvenær ég byrjaði að flytja íslensku þjóðlögin á þann hátt sem ég stunda mest, án meðleiks, þá mætti rekja það til þess þegar ég var gistilistamaður á Music Omi í New York fylki í Bandaríkjunum sumarið 2010. Þar var ég beðin að halda fyrirlestur um íslenskan tónlistararf og kynna íslensk þjóðlög. Ég hafði einungis við mig sjálfa og söngröddina að styðjast, og ákvað að segja frá arfi okkar og syngja tóndæmi. Þetta endurtók ég svo fyrir unglinga sem voru á námskeiði á svæðinu.

Því var það að íslensku þjóðlögin fengu fyrir alvöru fótfestu í starfi mínu og hjarta á erlendri grund. Þá gerði ég mér best grein fyrir, hve mikinn fjársjóð var að finna í þessum sérstæðu, fornu lögum og textum, þjóðararfs okkar hér á Íslandi. En hann hefur þá sérstöðu umfram þjóðlög margra annara landa, hvað lögin eru forn og hafa haldið sér þannig vegna einangrunar Íslands í áranna rás.

Einnig áttaði ég mig betur á hversu mikilfengleg mannsröddin er, jafnvel ein og óstudd, og hversu mikil sóknarfæri eru fólgin í því að nota hana sem sólóhljóðfæri, þó að það skerpi upplifun að styðja við hana með t.d. umhverfi og/eða hljóðrýmd.

HVERS VEGNA ÞETTA VERKEFNI

Árið 2014 gaf ég út hljómdiskinn VAR, með 14 íslenskum þjóðlögum, en hann var hljóðritaður í lýsistanki í Djúpavík og í Akranesvita.

Segja má að diskurinn sé forfaðir þessa verkefnis, því þá kviknaði sú löngun að setja þjóðlögin í stærra samhengi og fara með þau út fyrir hefðbundin tónleikarými, búa til nýtt tónleikaform sem þó væri í eðli sínu gamalt. Bjóða fólki að koma og eiga saman stund og hlýða á tónlist í ómótstæðilegu umhverfi, e.t.v. taka þátt í viðburðinum og syngja saman. Þetta færir okkur öll nær hvort öðru, og það er þörf á því í þjóðfélagi sem einkennist af hraða og lítilli nánd.

Í þjóðlögunum er ólýsanleg fegurð sem eykst við nánari kynni. Það eru því forréttindi að fá að vera hlekkur í keðju tímalausrar þátttöku miðlunar og upplifunar íslenska tónlistararfsins.

Að flytja þjóðlögin á sérstökum stöðum og úti í náttúrunni, þaðan sem þau koma og um leið koma þeim í myndrænan búning og skrásetja viðburðinn, er e.t.v. mín leið til að þakka fyrir, að fá að þjóna þeim örskamma stund við tímans þunga dyn.

LOKAAFURÐIN OG KRÚIÐ

Eins og fyrr segir er lokamarkmið ferðarinnar að fanga tónleikana og umhverfið í mynd og hljóð. Úr þeim efniviði er ætlunin að búa til heimildamynd sem hægt er að sýna í sjónvarpi og sambærilegum miðlum. Einnig verður efnið nýtt í tónlistarmyndbönd og innsetningar sem notuð verða síðar á tónleikum og listviðburðum sem ekki geta farið fram í nátturunni og eru þá innsýn inn í það umhverfi sem lögin spretta úr.

Til þess að þetta geti orðið eru þeir Dragos Alexandrescu kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður(Finnland/Rúmenía) og Árni Gylfason (Ísland) hljóðmaður og kvikmyndagerðamaður með í för. Þeir bera hitann og þungann af því að skrásetja tónleikana. Dragos mun svo sjá um eftirvinnslu.

MIKILVÆGI ÞINNAR ÞÁTTTÖKU

Hvers vegna er ég að biðla til þín?

Ég er eins manns hljómsveit og ber hitann og þungann af þessu verkefni. Það þarf að standa straum af launakostnaði, kostnaði við ferðir, gistingu og kynningu viðburða, svo eitthvað sé nefnt, til að geta hrint verkefninu í framkvæmd. Við höfum fengið styrk frá Finnlandi fyrir launakostnaði vegna eftirvinnslu, a.m.k. að hluta.

Þegar þú leggur þitt af mörkum, ertu að;

Taka þátt í einstöku verkefni
Setja mark þitt á söguna
Stuðla að tónleikum á stöðum úr alfaraleið
Verðmætasköpun í menningarlegum og félagslegum skilningi
Taka þátt í að búa til ódauðlegan listviðburð.
Stuðla að varðveislu og kynningu menningararfs í einstöku umhverfi.

KJÓLLINN

Það er nauðsynlegt að vera í fínum kjól, jafnvel pínulítið álfkonulegum, með flauelsáferð sem minnir á íslenska mosann.

Strax í upphafi fannst mér mikilvægt að vera í sérhönnuðum búningi eða kjól, sem hæfði leiksviðinu og verkefninu, væri samnefnari fyrir linsuna, jafnframt því að lyfta gjörningnum upp á annað plan. Því fékk ég Ingibjörgu Hrönn Guðmundsdóttur fatahönnuð til búa til viðeigandi búning .

TAKK

Þakka þér fyrir að gefa þér tíma til að kynna þér verkefnið og vonandi styrkja málefnið. Nú þegar, ert þú orðinn þátttakandi í lífi mínu og verkum og ég hlakka til að veita þér meiri innsýn inn í þær hugmyndir og afrakstur sem flæðir frá verkefninu Uppi og niðri og þar í miðju - úr alfaraleið.

Takk

ANNA SEGIR

Íslensku þjóðlögin hafa eflt mig og gefið mér tækifæri til að þroskast og dafna sem manneskja og listamaður. Þau hafa tekið mig að sér og farið með mig í ferðalag sem er sífellt og síbreytilegt ævintýri. Þau hafa dýpkað skilning minná íslensku þjóðinni, forfeðrum mínum og manneskjunni sjálfri, því í þeim finnur maður snertifleti við nánast all sem viðkemur mannlegri tilveru.

Fyrir mig er yndislegt að geta flutt þessa fallegu tónlist í umhvefi sem er engu líkt. Að stíga út úrhefðbundnum tónleikasal og koma sér fyrir á „gólfinu“ hjá áhorfendum. Við þessar aðstæður, þar sem fólk þarf oft að standa, og með því að syngja án meðleiks, skapast sérstakt andrúmsloft og náin tengsl við áheyrendur. Mér finnst gott að segja svolítið frá lögunum, því við það er eins og bæði ég og áheyrendur verði fyrir sterkari áhrifum.
Sérstaða tónleikastaðanna gefur líka upplifuninni meira vægi. Það er óneitanlega sérstakt að standa í yfirgefinni verksmiðju eða í helli sem er bara lýstur með kertaljósi og þannig fær maður öðruvísi tilfinningu fyrir viðburðinum, þjóðararfinum og því sem var.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€7.061

safnað af €7.000 marki

0

dagar eftir

44

Stuðningsfólk

101% SAFNAÐ
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Fá þetta!

Heita á verkefni án umbunar

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland