HVAÐ er hvetjandi og eflandi tímarit fyrir börn og ungmenni sem ýtir undir sjálfstæða hugsun og heilbrigða sýn á tilveruna og náttúruna. HVAÐ leggur áherslu á: Útivist og náttúru Sköpun og hvatningu Ferðalög og áfangastaði Áhugmál og afþreyingu Líkama og sál
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€10,334

raised of €10,000 goal

0

days to go

264

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Ágústa Arnardóttir

Creator
 • Creative

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

HVAÐ

100%
 • Hugmyndavinna og undirbùningur
 • Tryggja fagmannlega pistlahöfunda og samstarfsaðila
 • Tryggja fjölbreytta framùrskarandi fyrirmyndar viðmælendur
 • Stofna vef- og samfèlagssìður "hvadtimarit"
 • Hönnun- fyrri hluti
 • Kynningarherferð
 • Fjàrmögnun à Karolina
 • Auglýsinga söfnun
 • Fullvinnsla efnis
 • Hönnun- seinni hluti
 • Prentun
 • Dreifing

Further Information

Hvað er HVAÐ!

HVAÐ er hvetjandi og eflandi 130 blaðsíðna útprentað tímarit fyrir börn og ungmenni sem ýtir undir sjálfstæða hugsun og heilbrigða sýn á lífið, tilveruna og náttúruna.

HVAÐ kemur út í byrjun maí og byrjun nóvember á hverju ári. Fyrsta tölublað í maí 2019. Áhersla er lögð á árstíðirnar og flestar upplýsingar ná yfir minnst hálfs árs tímabil td. útivist sem tengist veðráttu, ferðatilhögun, áfangastöðum, afþreyingu, þjónustu, námskeiðum og fleira.

HVAÐ leggur áherslu á:

Útivist og náttúru
Sköpun og hvatningu
Ferðalög og áfangastaði
Áhugmál og afþreyingu
Líkama og sál

Hvað er í HVAÐ!

Viðtöl við fullorðna einstaklinga sem fylgt hafa draumum sínum.

Viðtöl við börn og unglmenni um lífið og tilveruna.

Sérstakir blaðhlutar þar sem fjölbreyttur hópur faglegra pistlahöfunda skrifar um það sem stendur huga þeirra og hjarta næst og bera hag og heilsu barna og ungmenna að einhverju leiti að leiðarljósi. Td. hvatning, leiðtogafræðsla, sjálfsmynd, samskipti, samvera og fleira.

Kynning á fjölbreyttum áhugamálum og afþreyingu sem hægt er að sinna með mismiklum eða engum búnaði og kostnaði.

Íslensk börn segja frá ferðalögum um heiminn og börn búsett erlendis segja frá ferðalögum sínum um Ísland.

Innsent efni frá börnum um allan heim- með hverju mæla þau á sínum slóðum?

Ýtarleg landkynning: hvar eru bestu náttúrlaugarnar, flottustu leiksvæðin, fallegustu fossarnir, skemmtilegustu skógarnir, fjölskylduvænustu staðirnir og margt fleira.

Viðburðir, námskeið, söfn og sýningar.

Sköpun og “GÞS”- Gerðu Það Sjálf/ur.

Sögur, leikir, þrautir, fjör og fræðsla.

Ótal margt fleira….

Hverjir gera HVAÐ!

Ég heiti Ágústa Margrét Arnardóttir og fékk hugmyndina að gefa út barnablað fyrst fyrir um 6 árum síðan þegar dóttir mín sem þá var 6 ára vildi verða áskrifandi af tímariti, en fátt fannst okkur um góða drætti í þeim efnum.

Öðru hvoru undanfarin ár hefur hugmyndin hoppad upp í huga mèr og oft hef èg spurt mig "af hverju er ekki til tímarit eins og Æskan og ABC núna?" En það má segja að ég hafi stigið mín fyrstu skref í blaðamennsku þar með innsendum sögum, ljóðum, myndum og óskaði eftir pennavinum :)

Það var samt ekki fyrr en í september sl. að ég var ákveðin og viss um að nú væri tíminn til að gera þetta. Ég hef verið að miðla að reynslu minni sem móðir um fjölskyldulífið, ferðalög, fjölskylduvæna staði, sköpun og fleira á samfélagsmiðlum frá sumrinu 2017 og tel ég bæði áhuga og þörf á útprentuðu faglegu, fallegu, fræðandi og fjörugu efni fyrir börn og ungmenni.

Ég hef unnið ótal verk og talað við ótal marga einstaklinga á öllum aldri undanfarna mánuði. Jákvæðnin, ráðin, dáðin og áhuginn á að vera með hefur gefið mér orku, öryggi og trú til að halda áfram og gera allt sem ég get til að koma eflandi og hvetjandi barna- og ungmennatímariti í heiminn og í hendurnar á æskunni okkar.

Höfundar sérstakra blaðhluta og þátttakendur eru (ATH! ekki endanlegur listi):

Greta Mjöll Samúelsdóttir- ráðgjöf og yfirlestur
Ævar Þór Benediktsson- smásögur
Pálína Ósk Hraundal- útivist og samvera
Sölvi Tryggvason- líkami og sál
Alda Karen- hvatning
Ólafur Stefánsson- hvatning og fleira
Fanney Þórisdóttir- leiðtogafræðsla og fleira
Erna Kristín “Ernuland”- sjálfsmynd
Sara Lynn Schill- náttúra, áfangastaðir og fleira
Sólveig Valgerður Sveinbjörnsdóttir- ferðalög og áfangastaðir

Ungamennaráð, félög, samtök og fleiri.

Loforð til lesenda frá ritstjóra:

Kæri lesandi

Því fylgir mikil ábyrgð að gefa út efni fyrir börn og unglinga. Það sem þau sjá, lesa, heyra, upplifa og finna í æskunni hefur áhrif á allt þeirra líf.

Það er einlægur ásetningur minn að búa til efni sem eflir og hvetur börn og ungmenni.

Það er ætlun mín að birta faglegt og fallegt, fræðandi og uppbyggilegt efni.

Það er alls ekki ætlun mín að birta efni sem ýtir undir óraunhæfar væntingar, vonbrigði, vanmátt eða samanburð milli barna og ungmenna.

Það er stefna mín að hafa tímaritið HVAÐ ávallt fjölbreytt og framsýnt.

Það er ósk mín að þegar lesendur skoða blaðið finni þau eldmóð, áhuga og gleði.

Það er von mín að tímaritið HVAÐ ýti undir heilbrigði og heilindi, sjálfstæða hugsun og þátttöku.

Það er trú mín að tímaritið HVAÐ eigi erindi við sem flesta og sé góður vettvangur til að koma uppbyggilegum skilaboðum til fólks á öllum aldri, þó áhersla sé lögð á efni fyrir 8-18 ára.

Bestu kveðjur
Ágústa Margrét Arnardóttir

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€10,334

raised of €10,000 goal

0

days to go

264

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464