kynVera er innsýn í dagbók unglingsstúlkunnar Veru þar sem hún veltir því fyrir sér ástinni, líkamanum og kynlífi. Sagan byggir á raunverulegum atburðum úr lífi mínu þegar ég var unglingur, og spurningum og samræðum unglinga í kynfræðslu hjá mér um land allt undanfarin átta ár.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€4,055

raised of €4,000 goal

0

days to go

127

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Sigga Dögg

Creator
  • kynfræðingur
  • uppistand
  • Fyrirlesari
  • kona

Hermann Sigurðsson

Co-creator
  • Verkefnastjóri
  • Eiginmaður

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

kynVera

100%
  • Handrit
  • Yfirlestur
  • Ritstýring
  • Prófarkalestur
  • Umbrot
  • Hönnun kápu
  • Prentun
  • Dreifing
  • Markaðssetning
  • Útgáfa!

Further Information

Um kynVeru

kynVera fjallar um unglingsstúlkuna Veru sem hefur ótal spurningar um kynlíf, ástina og sjálfa sig en fá svör. Við fáum að grípa inn í dagbókarfærslur Veru þar sem hún reynir að rekja aftur ákveðna atburðarás til að ákveða næstu skref. Og hún er að bíða eftir því að byrja á blæðingum. Vinir eru fyrirferðamiklir í lífi unglinga og miklir áhrifavaldar, og kynnist Vera einmitt nýjum vinkonum sem eru opinskáar í meira lagi og fræða þær Veru um blæðingar, sjálfsmynd, femínisma, kynlíf, sjálfsfróun, fantasíur og píkuna og allskonar.

kynVera er lauslega byggð á unglingsárum höfundar en einnig á algengum spurningum unglinga úr kynfræðslu fyrirlestrum. En það er ekki bara kynlíf í sögunni! Nei nei alls ekki! Það er einnig fjallað um umhverfisvernd, plast, söknuð, missi, móðurleysi, samskipti foreldra og unglinga, áfengi og jólagjafir. Svo fátt eitt sé nefnt.

Hver er höfundurinn?

Ég heiti Sigga Dögg og ég er kynfræðingur. Ég er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin háskóla í Vestur-Ástralíu. Þetta er þriðja bókin sem ég skrifa en fyrsta skáldsagan mín. Ég skrifaði lengi vikulega pistla fyrir Fréttablaðið, auk tímarita, og var með útvarpsþátt á K100. Ég hef haldið dagbók frá því að ég man eftir mér svo sú nálgun á þessa skáldsögu þótti mér alveg sjálfsögð. Mér þykir líka svo dýrmætt að lesa sögu sem er sögð í fyrst persónu, það er svo einlægt og rýmar við áherslur mínar í kynfræðslu. Mín nálgun á kynfræðslu er að öllum spurningum verði svarað af hreinskilni og einlægni og vildi ég nálgast þessa bók á sömu forsendum. Engin umræða er tabú og hlutina þarf að segja beint út, skýrt og skilmerkilega. Ég hef tekið eftir því að unglinga vantar fleiri verkfæri til að reyna skilja sjálfa sig og umhverfið sem þeir búa í og því skrifa ég þessa bók. Hún er í senn ákveðin sjálfskoðun fyrir lesandann en einnig leið fyrir mig til að miðla ákveðnum fróðleik sem unglinga vantar í tenglsum við kynlíf og samskipti.

Af hverju skrifaði ég kynVeru?

kynVera er ástáróður til minna eigin unglingsára. Ég þráði svona bók þegar ég var yngri svo nú þegar ég er að verða miðaldra þá skrifaði ég hana loksins. Hún er að mörgu leyti saga mín og minna vina. Margt af því sem gerist í bókinni eru rykfallnar beinagrindur úr minni fortíð. Eins og samfarir í beinni, tilraunastarfsemi vinkvenna, samþykkissamningaviðræður og uppgötvun kynlífsins hjá Daða og Veru.

Ég hef unnið við kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins frá árinu 2010 og ég finn að það er æpandi þörf fyrir meiri umræðu um kynlíf, samskipti, samþykki og ástina frá bæjardyrum unglinga. Í þessari bók birtast því raunverulegar samræður og spurningar sem unglingar hafa spurt að í kynfræðslu en einnig hlutir sem ég upplifði sjálf sem unglingur. Sumar samræðnanna áttum við vinkonurnar orð fyrir orð, aðrar vildi ég óska að við hefðum átt.

Ástin er flókin og allt annað en svarthvít, hún er bogin og óregluleg og uppátækjasöm og flækist enn frekar þegar kynlíf verður hluti af henni.
Þegar ég var unglingur voru bara til örfáar bækur sem fjölluðu eitthvað um kynlíf en engin þeirra hafði það að meginviðfangsefni sínu þrátt fyrir að kynlíf, líkaminn og ástin hafi verið næstum því það eina sem ég og vinkonur mínar og vinir pældum í. Því langaði mig að skrifa sögu þar sem kynlíf fengi að vera aðalmálið í hreinskilinni og einlægri umfjöllun. Vera er á margan hátt ég, ég í dag og ég sem unglingur. Þegar ég hef rætt við ungt fólk um þeirra fyrstu kynlífsreynslu, með sjálfum sér og öðrum, greini ég oft ákveðin samhljóm í minni eigin reynslu.

Það er von mín að ungt fólk geti speglað sig í bókinni og að hún verði ísbrjótur á samræður, bæði í vina- og ástarsamböndum en einnig við fullorðna fólkið sem virðist oft hafa gleymt því hvernig það er að stíga sín fyrstu skref í kynlífi og ástinni.

Höfundur sem unglingur

Þegar þetta er skrifað þá er ég, Sigga Dögg kynfræðingur, 35 ára gömul, gift þriggja barna móðir og veit ekkert betra en að kúra í Harry Potter-náttfötum að horfa á hæfileikakeppnir í sjónvarpinu. Ég er sumsé settleg móðir sem ferðast um landið og flytur kyn- fræðslufyrirlestra. En það er samt ekki sú sem skrifaði þessa bók. Sú sem skrifaði þessa bók elskar rautt extra tyggjó, er með vaxtaverki í brjóstunum, elskar hryllingsmyndir, hlustar á rapp og Smashing Pumpkins og Radiohead, ilmar af Davidoff Coolwater ilmavatni, fer í andaglas, skreytir herbergið með ljósmyndum og plakötum af frægu fólki og hljómsveitum, elskar Romeo&Juliet bíómyndina, gengur um í öfugum Fruit of the Loom peysum – tveimur í einu (einni með hettu og einni án hettu, hettupeysan

fer innan undir hettulausu peysuna), borðar núðlusúpu og Pringles snakk út í eitt, plokkar augabrúnirnar og rakar fótleggina reglulega, dýrkar Björk og Gwen Stefani, les Just Seventeen og Seventeen, þráir að verða rithöfundur þegar hún verður stór, langar alltaf í ný föt, er ástsjúk og alltaf skotin í nýjum strák, hræðist sleik en finnst það samt það mest spennandi í heimi, heldur dagbók um allt og ekkert og málar glimmer á augnlokin og smyr bláum varalit á varirnar.

Ég var G-E-L-G-J-A.

Skapsveiflur, teinar, bólur, misstór (undir meðallagi lítil) brjóst, vaxtaverkir, dramatík, tilfinningasemi, hormónarúss, hvatvísi ...
ég var þetta allt og meira til. Ég laug, skellti hurðum, fór að gráta, sönglaði hástöfum úti á miðri götu og elskaði vinkonur mínar og vini meira en allt í lífinu. Ég elskaði að vera unglingur en á sama tíma var það eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað og eins og margir fullorðnir segja: Gvuð hvað ég er fegin að þetta skuli vera búið! Það er erfitt að vera unglingur, að mega smá en vilja allt. Úff. En ég man þetta tímabil eins og það hafi gerst í gær. Ég man tilf- inningarnar, ég man hugsanirnar ... það er stundum eins og ég geti spólað tilbaka í höfðinu og þá er ég aftur þarna og finn í líkamanum hvernig það er að vera aftur unglingur og hafa óendanlega orku en vera samt líka að deyja úr þreytu.

Þannig að sú sem skrifar þetta er bara unglingur í miðaldra skel.

Að gefa út sjálfur

Það er dýrmætt að fara sjálfur í gegnum það ferli að gefa út bók og er þetta önnur bókin sem ég og maðurinn minn gefum sjálf út. Það eru mörg þrep sem felast í því að gefa sjálf út og getur það verið krefjandi en einnig mjög gefandi og skemmtilegt. Stærsti kostnaðarliðurinn við útgáfu er prentunin og þar getur ÞÚ sko aldeilis létt undir. Þetta er bók um málefni sem mörgum þykir viðkvæmt en flestum nauðsynlegt að fræða um og því getur það verið mjög mikilvægt að veita unglingum aðgengi að þessum upplýsingum og það getur þú einmitt gert með því að kaupa þér eintak :)
Það er hægt að breyta samfélaginu með einni sögu - ég trúi því og ég vona að þú gerir það líka. Dropinn jú holar steininn.

Stuttur upplestur úr kynVeru

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€4,055

raised of €4,000 goal

0

days to go

127

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464