Eftir Evu Jónínu Daníelsdóttur. Barnabók með sögupersónum úr Litlu litabókinni
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Síðan Litla litabókin leit dagsins ljós hafa margar persónur í bókinni öðlast sjálfstætt líf í huga Evu og fjölskyldu.
Sumar hafa fengið nöfn og persónuleika, og nokkrar eru meira að segja komnar með ítarlega baksögu, ef ekki fullskapað lífshlaup.
Það lá því beinast við að semja sögu um einhverjar af þessum persónum.
Áætlað er að bókin verði u.þ.b. 20 síður. Hún á að vera tiltölulega auðveld aflestrar, með myndum á hverri síðu, og við stefnum að því að börn á aldrinum 3 til 103 geti haft gaman að henni.
En strangt til tekið er hún einna helst hugsuð fyrir krakka á aldrinum 4 til 8.
Bókin verður í sama broti og Litla litabókin - A5.
Söguþráður bókarinnar liggur fyrir í megindráttum. Það á þó eftir að koma henni á blað, og það má vel vera að hún þróist í aðrar áttir en höfundar hafa ímyndað sér.
Eva ber hitann og þungann af sögugerðinni sjálfri, en pabbi hjálpar til við orðaval, stílbragð og önnur slík smáatriði.
Aðalpersóna bókarinnar er eins og glöggir lesendur kunna að hafa áttað sig á, fröken Blómafrú.
Hún fékk nafn sitt eingöngu út frá útlitinu, því haus hennar minnir mjög á blómakrónu. Reyndar á fröken Blómafrú blóm. Það veit hins vegar ekki að það er blóm, og heldur að það sé hani, en það er önnur saga.
Í bókinni ákveður fröken Blómafrú að blása til veislu. Hún býður því bestu vinum sínum í mat. Það eru þau Skruggur skapstyggi, Bessa hressa geimskessa, og kindin Kýr.
Hún lendir hins vegar í smávegis erfiðleikum með eldamennskuna, þegar hún kemst að því að hana skortir ýmis innihaldsefni til matargerðarinnar, og bregður því á það ráð að finna eitt og annað til að nota í staðinn.
Allt þetta basl hefur í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar...
Útgáfa Litlu litabókarinnar hlaut talsverða athygli, enda var Eva bara 5 ára þegar hún vann hana og frekar óvenjulegt að fólk á þeim aldri standi í útgáfustarfsemi.
Nú er hún að verða 7, búin að sitja á skólabekk í eitt ár, og er farin að lesa mikið. Þá kviknar auðvitað áhugi á því að skrifa og skálda. Hún hefur ennþá mikinn áhuga á því að teikna og lita, en það var samdóma álit allra að það væri engan veginn tímabært að gefa út aðra litabók.
Þeir sem vilja styðja við útgáfu á nýju bókinni og hafa ekki séð Litlu litabókina geta valið þann kost að fá eitt eintak af hvorri.
Eins er hægt að panta eintak af Litlu litabókinni á slóðinni litlalitabokin.is
Eva var dugleg við að gefa bækur eftir útgáfu á Litlu litabókinni. Hún gaf m.a. Barnaspítala Hringsins bækur, og dreifði bókum á biðstofur og leikskóla.
Eins kom hún bókum og litum til grænlenskra barna með aðstoð Hróksins.
Ef það tekst að fjármagna útgáfu bókarinnar um fröken Blómafrú, þá hefur Eva lýst yfir áhuga á því að endurtaka leikinn og gefa eintök á valda staði.
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464