South River Band vinnur nú að sinni 6. plötu. Hún inniheldur óútgefið frumsamið efni. Nokkur laganna eru eftir Óla Þórðar, sem leiddi sveitina allt frá stofnun. Hugmyndin vaknaði sumarið 2017 þegar sveitin hlustaði á gamlar upptökur af æfingum (see English summary below).
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€4,061

raised of €4,000 goal

0

days to go

80

Backers

102% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Vertu ekki að kvarta

100%
  • Music selection and composition
  • Music recordings and mixing
  • Mastering
  • Production
  • Shipping
  • Album Release!

Further Information

South River Band varð til um verslunarmannahelgina árið 2000 í stofunni að Syðri-Á á Kleifum í Ólafsfirði. Nokkrir frændur og sveitungar drógu fram söngbók og það var spilað og sungið heila nótt. Þetta þótti svo vel heppnað að vikulegar æfingar voru teknar upp í hópnum. Samstarfið hefur varað alla tíð síðan með nokkrum hléum, og drifkraftur þess var alltaf mikil tónlistarleg ástríða, áhugi, metnaður og traustur vinskapur. Lagavalið var ætíð heimshornatónlist með afskaplega breiðri skírskotun, kannski finnskur polki, sænskur hambo, ungverskt sígaunalag eða bandarískir sveitasöngvar. Stundum ruddist inn suður amerísk sambatónlist og jafnvel slæddist einn og einn blús inn á æfingalista.

Mikið áfall dundi svo yfir haustið 2010 þegar hljómsveitarstjóranum Óla Þórðar, var fyrirvaralaust kippt úr samfélaginu á besta aldri, og andaðist hann ári síðar. Hljómsveitin lék áfram um nokkurra mánaða skeið en fljótlega varð ljóst að fráfall Óla var of mikil blóðtaka og samstarfið var lagt á ís um stund. Óli Þórðar var góður leiðtogi, frændi og vinur, og það var alltaf eitthvað töfrandi við að hitta hann á æfingum. Alltaf var hann ljúfur og alþýðlegur - þrátt fyrir alla sína frægð. Og það var alltaf líf og fjör í kringum hann, á æfingum, á tónleikum, í afmælisboðum eða ættarmótum á Kleifunum, eða bara þegar hann spilaði á gítarinn sinn í gömlu stofunni á Syðri-Á, þangað sem okkur fannst best að sækja innblástur.

Sumarið 2017 hittumst við nokkrir saman og hlustuðum á gamlar upptökur af æfingum með South River Band. Okkur varð strax ljóst að á þessum upptökum leyndist fjársjóður, mörg stórfín stef sem Óli og fleiri í bandinu höfðu samið, en aldrei höfðu verið flutt opinberlega. Neistinn kviknaði á ný og við ákváðum að hittast og þróa sjöttu plötuna, til heiðurs okkar fallna meistara. Hér er um ekta South River Band hljómplötu að ræða og hún geymir 14 lög, öll frumsamin og hafa orðið til á löngu tímabili. Elsta lagið kom út á fyrri sólóplötu Óla Þórðar á áttunda áratug síðustu aldar, en er nú endurútsett við nýjan texta. Nýjasta lagið var samið við texta Jóns Árnasonar bónda á Syðri-Á sem var stofnfélagi í South River Band og lék á harmoniku með sveitinni uns hann féll frá árið 2004.

Lagalistinn er annars sem hér segir:
Konan frá Kína
Óli
Dauður maður dillar sér
Sirkus Mongó
Ég vinn í útvarpi
Á skútunni minni
Á Mallorca
Safírbláu augun
Við söng og músík
Hanna
Grátklökkur
Sjaddimolló
Mitt fyrsta verk
Vertu ekki að kvarta

Hér má hlusta á brot úr nokkrum lögum, en þau eru enn í vinnslu og eiga því eftir að breytast áður en platan kemur út.

Á þessari hljómplötu er sveitin skipuð eftirtöldum upphaflegum meðlimum sveitarinnar:
Grétar Ingi Grétarsson, kontrabassi og söngur
Helgi Þór Ingason, harmonika og söngur
Kormákur Þráinn Bragason, rytmagítar og söngur
Matthías Stefánsson, fiðla, gítar og söngur
Ólafur Baldvin Sigurðsson, mandolín og söngur

Einnig komu að gerð plötunnar þeir:
Erik Quick (trommur og slagverk)
Gunnar Hilmarsson (sólógítar)

Hópurinn sem leikur á þessari sjöttu hljómplötu er sá hópur sem starfaði saman í sveitinni frá upphafi og lengst af, en fleiri hafa þó komið að sveitinni í gegnum árin og tilheyra South River Band samfélaginu. Nokkrir skulu nefndir hér; þeir Jón Kjartan Ingólfsson, Magni Friðrik Gunnarsson, Einar Sigurðsson, Gunnar Reynir Þorsteinsson, Gunnlaugur Helgason og Guðmundur Benediktsson.

English summary:

South River Band is working on a brand new album, which has been named "Vertu ekki að kvarta", which means "stop complaining". The album, which will be the band's the sixth album, contains a mix of previously unreleased songs and new songs by band members, including several by Ólafur Þórðarson, "Maestro" who led the band from its establishment until his untimely death in 2011.

We have stared this Karolina Fund campaign to help us finance the project while at the same time give you the option of pre-ordering a copy of the album (as well as several other nice treats, see list of pledges here on this page).

We really appreciate your support and hope you enjoy the music.

For more information on South River Band, please visit our [Facebook Page](https://www.facebook.com/pg/southriverband/about/?ref=pageinternal)_

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€4,061

raised of €4,000 goal

0

days to go

80

Backers

102% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464