Ég er að láta einn af mínum stærstu draumum ráðast með því að fara í kennaranám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Markmið mitt er að fara tónleikaferð um Ísland sumarið 2018 með blöndu af frumsömdu og uppáhalds efni þar sem ég sýni einnig fram á hvernig CVT tæknin virkar.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€5,732

raised of €5,500 goal.

0

days to go.

104% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

CVT tækni og upptökur á frumsömdu efni

100%
  • Komast inn í CVI kennaranám í Kaupmannahöfn
  • Semja 8 lög
  • Útsetja frumsamin lög
  • Skipuleggja tónleikaröð um landið
  • Finna tónlistarfólk með mér
  • Æfa upp tónleikaprógramm
  • Keyra hringinn og halda tónleika

Further Information

Um Aldísi Fjólu

Aldís Fjóla hefur verið viðloðandi tónlist síðan hún man eftir sér. Aldís ólst upp í töfraheimi Borgarfjarðar eystra með álfum og huldufólki og mikið af tónlist í kringum sig. Hún byrjaði ung að læra á blokkflautu, píanó og þverflautu en söngur átti hug hennar allan. Aldís byrjaði í klassísku söngnámi hjá W. Keith Reed samhliða menntaskóla 17 ára gömul og kláraði hjá honum 3.stig í klassískum söng. Einnig hefur hún verið í einkatímum í jazzsöng hjá Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur. Aldís Fjóla fór í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og hefur lokið frá þeim skóla 4 mánaðar intensive söngnámi og einnig eins árs Advanced Soloist gráðu. Aldís Fjóla hefur komið fram á nokkrum stöðum í kringum landið og má þar nefna Bræðsluna, Drangey Festival og Rosenberg Klapparstíg.

Ég vil ekkert frekar en að hjálpa mér og öðrum í gegnum tónlist. Með því að koma mínu efni á framfæri og með námi mínu við CVI mun ég þroskast sem persóna og sem tónlistarkona. Ég mun öðlast það sjálfstraust sem ég þarf til að kenna og hjálpa öðrum með söng, sjálfstraust, tækni og allar þær tilfinningar sem tengjast tónlist og söng. Ég vona innilega að þið getið fundið ykkur eitthvað við hæfi í áheitunum og þið getið hjálpað mér við þetta ótrúlega ævintýri.

Complete Vocal Technique byggir á 20 ára ítarlegum rannsóknum á öllum tegundum söngstíla, allt frá þungarokki til klassísks söngs og kynnir nýjar og auðveldar aðferðir til að nota röddina til hins ítrasta á heilbrigðan og gefandi hátt. Ég kynntist CVT tækninni þegar ég fluttist búferlum og fór í fjögurra mánaða intensive námskeið í Kaupmannahöfn árið 2006. Fyrstu vikurnar fóru í það að efast um allt sem ég gat eða gat ekki í söng og eftir aðeins tvær vikur fór ég að heyra og finna breytingar í röddinni, raddsviðið víkkaði til muna og ég fann fyrir sjálfstrausti í þeim nótum sem ég hefði aldrei trúað að ég gæti tekið. Þessir mánuðir voru stórkostlegir og tilfinningaskalinn fékk alveg að blómstra í gegnum þetta allt saman. Ég vona að ég geti upplifað þetta allt saman með mínum nemendum, stóru og litlu sigrunum og allt það sem er þar á milli. Það að koma sér sífellt á óvart er stórkostlegt og það gerir maður svo sannarlega með CVT tækni.

Ég er sífellt að vinna í að finna minn stíl og koma þeirri tónlist sem er föst inn í mér á band og út í heiminn. Ég er þeim höftum háð að ég efast stanslaust um að það sé nógu gott. Ég trúi því statt og stöðugt að ég hafi eitthvað að segja og nú mun það gerast að ég geti komið út úr mér því sem ég vil koma frá frá mér og ég muni vera óhrædd að láta það heyrast. Því í rauninni þarf ég að gera það fyrir mig. En það væri stórkostlegt ef þið mynduð hlusta. Það að halda tónleikaröð um landið er mikil áskorun og ég hlakka gríðarlega til að takast á við hana með ykkar hjálp.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€5,732

raised of €5,500 goal.

0

days to go.

104% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2021 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464