Stafastuð - frá A til Ö er skemmtilegt og fallegt stafaspil fyrir börn. Hægt er að spila stafaspilið á marga mismunandi vegu og það hentar bæði börnum sem eru að kynnast stöfunum og þeim sem eru lengra komin. Þetta er spil sem að ungir stafa- og spila áhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€11,431

raised of €3,964 goal.

0

days to go.

288% FUNDED

Pledge €10

Almennur stuðningur við verkefnið. Takk fyrir.

Pledge €23

Kærar þakkir. Þú færð 1 eintak af Stafastuði.

Pledge €45

Hjartans þakkir. Þú færð 2 eintök af Stafastuði.

Pledge €46

Innilegar þakkir. Þú færð 1 eintak af Stafastuði og fallegt stafrófsplakat með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm).

Pledge €66

Takk æðislega, stórt knús til þín. Þú færð 3 eintök af Stafastuði.

Pledge €88

Takk og aftur takk. Þú færð 2 eintök af Stafastuði og 2 falleg stafrófsplaköt með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm).

Pledge €130

Takk fyrir, þú ert svo mikið æði! Þú færð 3 eintök af Stafastuði og 3 falleg stafrófsplaköt með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm).

Pledge €210

Vá! þúsund þakkir. Þú færð 10 eintök af Stafastuði.

Pledge €410

Takk fyrir, þú ert sko aldeilis frábær. Þú færð 10 eintök af Stafastuði og 10 falleg stafrófsplaköt með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm).

Pledge €770

Þú ert greinilega í mjög miklu stafastuði og fyrir það erum við endalaust þakklátar. Risastórt knús til þín, þú ert æði!!! Þú færð 10 eintök af Stafastuði, 10 falleg stafrófsplaköt með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm) og dýrindis jólakonfekt til að gæða sér á með spilinu.

Team

Eyrún Pétursdóttir

Illustrator and designer

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Stafastuð - frá A til Ö

100%
  • Hugmyndavinna
  • Myndskreyting
  • Uppsetning
  • Prentun
  • Dreifing

Further Information

Stafastuð - frá A til ö

Á síðasta ári þegar dóttir mín var 4 ára fór hún að sýna stöfunum mikinn áhuga. Í kjölfarið bjó ég til stafaspilið handa henni. Spilið hefur vakið mjög mikla lukku bæði hjá henni og vinum hennar og mig langar því til að deila gleðinni áfam.

Stafastuð er samvinnuverkefni mitt og Eyrúnar Pétursdóttur. Eyrún sér um að myndskreyta spilið með einstaklega fallegum vatnslitamyndum. Myndirnar eru sannkallað augnakonfekt og ættu að fá öll börn til að falla í stafi. Eyrún sér einnig um uppsetningu á spilinu.

Stafastuð inniheldur:

32 stafaspil
32 myndaspil
2 stafrófsspil (Spil með öllu stafrófinu á. Spilið er hugsað sem hjálparhella fyrir þá leikmenn sem eru enn að læra stafrófið).

Um spilið:

Hægt er að spila spilið á marga mismunandi vegu.
Spilið hentar bæði börnum sem eru að kynnast stöfunum og þeim sem eru lengra komin.
Spilið er fyrir 3 ára og eldri.
1-4 leikmenn.

Stytt útgáfa af leikreglum:

Stafabingó
Leikmenn fá myndaspil sem þeir leggja í borð. Bingóstjórinn dregur staf og ef að myndaspilin sem leikmenn eru með í borði innihalda stafinn má snúa þeim við. Sá sem er fyrstur að snúa við öllum myndaspilunum sínum vinnur.

A til Ö
Leikmenn skipta stafaspilunum jafnt á milli sín og draga svo samtímis efsta spilið í sínum bunka. Sá sem er með staf sem er næstur A í stafrófinu fær slag. Sá vinnur sem er með flesta slagi þegar bunkarnir hafa klárast.

Litli orðaleikurinn
Spilið gengur út á það að nota stafaspilin til að stafa orð. Leikmaður byrjar á því að raða öllum stöfunum í stafrófsröð. Eitt spil er dregið í einu úr myndaspilabunkanum og ef orðið er t.d. epli þá á leikmaðurinn að stafa það orð með stafaspilunum. Það gerir hann með því að herma eftir orðinu á myndaspilinu. Fyrst finnur hann E, svo P o.s.frv.

Stóri orðaleikurinn
Spilið gengur út á það að nota stafaspilin til að stafa orð. Leikmaður byrjar á því að raða öllum stöfunum í stafrófsröð. Eitt spil er dregið í einu úr myndaspilabunkanum. Ólíkt Litla orðaleiknum þá fá leikmenn aðeins að sjá í myndina á myndaspilinu en ekki orðið sjálft. Ef það er t.d. mynd af epli þá á leikmaðurinn að reyna að stafa það orð með stafaspilunum.

Eftir að Stafastuð kemur út munu svo birtast fleiri tillögur að spilum og leikjum á Facebook síðu og heimasíðu spilsins. Það verður því úr nógu að velja.

Um okkur

Ég er menningarmiðlari og Eyrún er umhverfisverkfræðingur. Við erum góðar vinkonur úr hlíðunum sem höfum gaman að skapandi vinnu.

Við stefnum á að gefa spilið út í byrjun í desember. Við erum að safna fyrir framleiðslukostnaði og værum ótrúlega þakklátar öllum þeim sem gætu lagt þessu verkefni okkar lið. Það er einlæg von okkar að allir komist í Stafastuð fyrir jólin.

https://www.facebook.com/Stafastuð-frá-A-til-Ö-315867182116823/?fref=ts

Það verður hægt að sækja spilið á ákveðnum tíma í Reykjavík, dýrindis piparkökur verða í boði á staðnum.

Einnig verður hægt að fá spilið sent á næsta pósthús á eigin kostnað.

Ef keypt er fyrir meira en 15.000 kr skutlum við spilunum að sjálfsögðu heim að dyrum (ef þú býrð á stór Reykjavíkursvæðinu).

Brynjólfur Einar Sigmarsson

Co-Founder of Karolina Fund / Financial analyst at Nýherji

Admin Dev Team

We are the Karolina Fund development team.

Arnar Sigurdsson

Filmmaker, web developer and co-founder of Karolina Fund ...

FINISHED

This project is now finished.

€11,431

raised of €3,964 goal.

0

days to go.

288% FUNDED

Pledge €10

Almennur stuðningur við verkefnið. Takk fyrir.

Pledge €23

Kærar þakkir. Þú færð 1 eintak af Stafastuði.

Pledge €45

Hjartans þakkir. Þú færð 2 eintök af Stafastuði.

Pledge €46

Innilegar þakkir. Þú færð 1 eintak af Stafastuði og fallegt stafrófsplakat með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm).

Pledge €66

Takk æðislega, stórt knús til þín. Þú færð 3 eintök af Stafastuði.

Pledge €88

Takk og aftur takk. Þú færð 2 eintök af Stafastuði og 2 falleg stafrófsplaköt með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm).

Pledge €130

Takk fyrir, þú ert svo mikið æði! Þú færð 3 eintök af Stafastuði og 3 falleg stafrófsplaköt með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm).

Pledge €210

Vá! þúsund þakkir. Þú færð 10 eintök af Stafastuði.

Pledge €410

Takk fyrir, þú ert sko aldeilis frábær. Þú færð 10 eintök af Stafastuði og 10 falleg stafrófsplaköt með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm).

Pledge €770

Þú ert greinilega í mjög miklu stafastuði og fyrir það erum við endalaust þakklátar. Risastórt knús til þín, þú ert æði!!! Þú færð 10 eintök af Stafastuði, 10 falleg stafrófsplaköt með stöfunum úr spilinu (50 cm x 70 cm) og dýrindis jólakonfekt til að gæða sér á með spilinu.

Karolina Fund ehf © 2017 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464