Lengsti listgjörningur á Íslandi sem vitað er um
Ég er skuldbundin listinni minni á svo margan hátt, ég segi alltaf að ég hafi enga stjórn, og það er vissu leiti rétt. Hugmyndir mínar vaxa og dafna inní mér, svo fæðast þær þegar tíminn er kominn.
Ég vinn í marga miðla og hvert þema finnur sína eigin leið til að koma umfjöllunarefninu til skila. Ég læt hugan reika, opna fyrir flæðið, skrifa texta og leita til að finna sjálfa mig aftur og aftur.
Hér er eitt ljóð eftir mig:
Hver er ég.
Ég er eldfjallið, eldfjallið er ég
Èg gýs þegar mér dettur í hug
Èg er óútreiknanleg
Ég er hraunið, hraunið er ég
Èg loga er heit og leggst yfir þig
Èg storkna þú mótar mig
Ef þú bráðnar undan mér
Hef ég ekki verið ætluð þér
Thora Karlsdottir 2013




Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland