Fyrsta sólóverkefnið mitt, platan "Urges"
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Um hvað snýst þessi söfnun?
Markmið söfnunarinnar er að láta fyrstu sólóplötuna mína verða að veruleika.
"Urges" inniheldur 11 lög sem komu til mín í kjölfar erfiðra tíma.
Vanalega gef ég út tónlist með hljómsveitum mínum. Ég elska böndin mín út af lífið, en í þessu tiltekna tilfelli fannst mér eins og ég þyrfti að gera þessa plötu sjálfur.
Hvers vegna þarf ég stuðning?
Ég sé sjálfur um alla upptökuvinnslu til að halda kostnaðinum niðri. En ég þarf aðstoð við að borga leiguna af tónverinu sem ég er að nota, og við að greiða fyrir hljóðblöndun og hljóðjöfnun.
En það er líka önnur ástæða fyrir því að ég sný mér að KF: Þegar maður er einn með sjálfum sér að vinna í tónveri nótt eftir nótt þá er mega hvetjandi að vita að það sé gott fólk sem er spennt fyrir plötunni. Stuðningur ykkar skiptir því svo miklu máli á svo marga vegu!
Meira um mig:
Ég ólst uppí Svíþjóð og var virkur í tónlistarlífinu í Gautaborg. Var meðal annars í hljómsveit með skrautlegu liði á borð við Olof Dreijer (The Knife) og Jens Lekman. Síðan 2003 hef ég verið virkur í íslensku tónlistarlífi og gefið út plötur með hljómsveitunum Árstíðir, Ask the Slave, Lightspeed Legend, Sign, Momentum mfl.
Þið lesið meira um ferilinn minn á heimasíðu IMX:
http://icelandmusic.is/all-artists/ragnar-olafsson/

Fylgist með plötugerðinni:
www.facebook.com/ragnarolafssonmusic
instagram.com/raggislave
twitter.com/RaggiSlave
snapchat: raggislave
Tímaplan:
1. Janúar - allar upptökur verða tilbúnar
1. Febrúar - Mix og mastering verður tilbúinn og platan send til ykkar.
1. Mars - Þið sem leggið til auka fáið B-hliðarnar og lögin sem ég sem handa ykkur send í einkapósti.
"Urges" lagalisti:
1. SSDD
2. Wine
3. War
4. A Prayer
5. Relations
6. Bravery
7. Urges
8. The Dancer
9. Dozen
10. Scar
11. Red Wine
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland