Allir elska pizzur! Við ætlum að búa til fyrsta matarbíl Íslands sem býður upp á eldbakaðar pizzur. Við komum til ykkar og bökum pizzurnar á staðnum í einum flottasta eldofni landsins.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€6,175

raised of €25,000 goal

0

days to go

63

Backers

25% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Guðmundur Gunnlaugsson

Creator
  • Making pizza

Valli Gunnlaugsson

Creator
Eigandi Íslensku Flatbökunnar
  • Making pizza
  • Event planning
  • Catering

Further Information

BÖKUBÍLLINN

Alvöru ástríða á eldbökuðum pizzum. Það keyrir okkur áfram í því að búa til Bökubílinn.

Það hefur alltaf verið draumurinn minn að opna ekta pizzastað, sem væri ekki bara þekktur fyrir geðveikar pizzur heldur einnig frábæra þjónustu.

Frá því að ég opnaði Flatbökuna höfum við fengið eina spurningu nánast daglega: Hvenær ætliði að opna nær mér?

Með Bökubílnum ætlum við að mæta þessari ósk ykkar og þjónusta ykkur, þar sem þið eigið heima eða vinnið. Öll gæðin og þjónustustigið frá Flatbökunni verður með í för því í bílnum verður einn flottasti eldofn landsins.

Ég vona innilega að þið aðstoðið okkur í því að koma Bökubílnum á göturnar sem fyrst!

kv.
Valli Flatbaka

Staðan

Markmiðið með söfnuninni er að tryggja nægilegt fjármagn til þess að koma bílnum á göturnar í mars/apríl 2016.

Það eina sem er búið að gera er að kaupa tryllitækið sjálft. Bíllinn er af gerðinni Grumman Olson step van. Þetta svakalegur bíll. En það þarf að gera margt og mikið áður en hann er tilbúinn til þess að þjónusta ykkur:

1. Viðgerðir. Það þarf að lappa upp á hann (enda yfir 20 ára gamall), hækka toppinn, vinna aðeins í boddínu, skera út fyrir afgreiðslulúgu og margt fleira.

2. Kaupa tæki og tól. Í bílnum verður að sjálfsögðu alvöru eldofn, flottustu græjur og tól til þess að tryggja að bökurnar verði jafngóðar úr bílnum og þær eru á staðnum.

3. Merkja bílinn. Við viljum eiga flottasta bíl landsins og því fylgir flottar merkingar. Við ætlum að leyfa ykkur að taka þátt í að ákveða hvernig bíllinn mun líta út. Nánar um það síðar!

4. Rafmagn, gas og annað. Það er ekki nóg að smella ofninum inn og keyra af stað. Það þarf að passa að allt rafmagn sé í lagi, aðgengi sé að gasi, að það sé rennandi vatn. Þetta er bara eins og að opna veitingastað á hjólum. Allt þarf að vera í lagi.

Það er ýmislegt annað sem þarf að gera og gæti listinn orðið ansi langur ef stikla ætti á öllu smáu. Við vonum bara að þið hjálpið okkur að koma honum á götuna. Við ætlum í staðinn að filma allt ferlið í bak og fyrir og leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu.

AFHVERJU STYRKJA?

Fyrir utan það að eiga þátt í að koma flottasta matarbíl landsins á götuna??

Fyrir utan þessa frábæru hluti sem þú færð fyrir að styrkja??

Því þú getur fengið bílinn til þín í hvaða viðburð sem er:
- Afmælið. Til hvers að fá sent eða sækja, við leggjum bara fyrir utan hjá þér!

- Brúðkaupið. Eldbökuð í aðalrrétt eða sem miðnætursnarl, enginn verður svekktur.

- Hverfahátíðin. Við leggjum í götunni og skóflum pizzum í krakkana og þessa fullorðnu líka.

- Starfsmannadagurinn. Verðlaunaðu starfsfólkið þitt með því sem það elskar mest: pizzum!

- Árshátíðin. Hver vill 3 rétta frá Sigga Hall þegar það er hægt að fá 3 rétta frá Valla Flatböku.

- FULLT FULLT AF ÖÐRUM TÆKIFÆRUM.

En ekki nóg með það að þú getur bókað bílinn í þinn atburð, þá ætlum við að setja það í forgang að þjónusta "út"hverfin betur. Við þekkjum það sjálf hvað það getur verið þreytandi að þurfa að sækja alla þjónustu lengst í burtu, hvað þá að sækja bökuna þína í Bæjarlindina frá Nesinu, Grafarvogi eða Mosó. Við ætlum að leggja reglulega í öllum helstu hverfum höfuðborgarsvæðisins og sjá til þess að allir fá flatbökuna sem þeir eiga skilið.

Þegar það eru stærri mannamót, eins og Gaypride, 17. júní eða menningarnótt, þá viljum við vera þar til þess að halda öllum söddum og sáttum.

Ein rjúkandi á ljúfum sumardegi í Húsafelli? Já af hverju ekki? Við munum taka bílinn á rúntinn reglulega út fyrir höfuðborgarsvæðið og sjáum til þess þú þurfir ekki að éta enn annað lambakjötið í útilegunni!

ÍSLENSKA FLATBAKAN

Íslenska Flatbakan opnaði í febrúar 2015. Frá opnun hefur staðurinn verið þekktur fyrir framúrskarandi gæði og þjónustu. En það eru ekki bara eldbökuðu pizzurnar sem fólk elskar. Réttir eins og bernaise brauðstangir og eftirréttapizzurnar hafa slegið í gegn.

Eigendur Flatbökunnar eru þeir Bökubræður, Valli og Gummi, og Guðjón Valur Sigurðsson.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€6,175

raised of €25,000 goal

0

days to go

63

Backers

25% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464