„Mirgorod“ er heimildarmynd eftir Einar Þór og Oleg Mingalev um smáborgina Mirgorod í Úkraínu, í landi sem nú á í stríðsátökum við landamærin að Rússlandi. Höfundunum báðum hefur lengi langað til að gera mynd sem tengir þessi tvö lönd saman á einhvern hátt, Ísland og Úkraínu.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€1

raised of €3,000 goal

0

days to go

1

Backers

0% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Passport Miðlun

Creator
Framleiðsla heimildamynda.
  • Framleiðsla

Einar Thor

Creator
  • Leikstjórn

Further Information

Heimildarmyndin er sjálfsprottið verkefni og vonum við að það efli gagnkvæm samskipti Úkraínu við íslenskt samfélag. Upptökur myndarinnar voru studdar af Mirgorodborg en nú er safnað fyrir myndvinnslukostnaði hér á landi.

Borgin Mirgorod (einnig skrifað Myrgorod) í Poltavahéraði varð heimsfræg í bókmenntaheiminum á 19. öld - og fram til okkar tíma - þegar hinn kunni rithöfundur Nikolaj Gogol gaf út safn smásagna með þessu nafni. Sjálfur er Gogol fæddur í litlu þorpi á jaðri borgarinnar. Bókin kom út í íslenskri þýðingu 2006 en Gogol er hugsanlega þekktastur fyrir leikritið „Eftirlitsmaðurinn“ sem oft var sett upp á Íslandi í lok sl. aldar, t.d. í menntaskólum. Mirgorod varð einnig kunn sem heilsubær á 20. öld, líkt og Hveragerði, en á tíma Sovétríkjanna varð borgin mjög vinsæll áningastaður ferðamanna og grunnvatnslind sem fannst á um 700 metra dýpi jók á orðstýr staðarins.

Einar er kvikmyndagerðarmaður með meiru en síðasta verkefni hans er Norð Vestur (2010-2011), heimildarmynd í tveim hlutum um snjóflóðið á Flateyri 1995. Hann er menntaður í London, bæði í leikstjórn en einnig með MA frá city University í stjórnunarnámi menningar. Mirgorod er fyrsta verkefni hans eftir nokkuð hlé frá kvikmyndagerð.

Oleg er myndlistamaður frá Úkraínu, útskrifaðist frá Maxim Gorki listaskólanum í Moskvu á 8. ártugnum en ungur að árum flúði hann Sovetríkin skömmu áður en þau liðuðust í sundur. Hann dvaldi í London og París um árabil þar sem hann hefur haldið fjölda einkasýninga en er nú búsettur í Poltava, Úkraínu.

Ekki dregur mítan um Kósakkana úr orðstýr þessa héraðs en almennt er viðurkennt að heimaland Kósakkana sé Poltava hérað og ekki síst sveitir Mirgorod.

Heimildarmyndin okkar rekur þó ekki þessa sögu í smátriðum heldur kynnir borgina og nærsveitir, daglegt og friðsælt líf, viðhorf fólks til heimkynna sinna og landsins sem á í hörðum átökum við uppreisnaröfl studd af rússneska hernum. Í Mirgorod sést varla ferðamaður lengur.

Það er andrúmsloftið við þessar aðstæður á þessum stað sem við viljum segja frá, en öll athygli fréttamiðla er á stríðátökin í landinu.

Vatnsdropi, vatn ... aðdráttaraflið mikla.

Ivana Kupala - hátíð hafmeyjanna.

Sveit Gogols, land Kósakkans.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€1

raised of €3,000 goal

0

days to go

1

Backers

0% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464