Við erum klassískir hljóðfæraleikarar sem langar að flytja nýtt tónverk fyrir klarinett, fiðlu, selló og píanó í Salnum í Kópavogi, þann 6. febrúar 2016. Einnig viljum við taka tónlistina upp og gefa út á geisladisk.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€756

raised of €2,720 goal.

0

days to go.

28% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Mamiko Dís Ragnarsdóttir

Creator
Tónlistarkona
  • Composing, song-writing, piano, singing, music-production
  • Tónsmíði, lagasmíði, píanó, söngur, tónlistar-pródúsering

Further Information

Mamiko Dís Ragnarsdóttir er nú langt komin með tónverk fyrir kvartett (klarinett, píanó, fiðla og selló). Þetta verk skiptist í níu kafla og er verkið "Fantasy" sem hún samdi fyrir tónsmíðavinnubúðir í Litháen árið 2009 kjarni þessa tónverks og miðjukaflinn. Hér er hægt að hlusta á "Fantasy".
Hér eru nóturnar að verkinu.

Mamiko (um verkið):
Verkið "Fantasy" er mér mjög kært, en efniviður verksins er mitt fullt nafn "Mamiko Dís Ragnarsdóttir" sem ég umbreytti í tóna, sem síðan varð innblástur að laglínum, sem ég síðan hljómsetti o.s.frv. Hugmyndir að laglínum fyrir átta af þessum níu köflum sæki ég í verkið "Fantasy", en "Fantasy" er fimmti kaflinn í heildarverkinu.
Verkið mun bera titilinn "Sjö og þrír fjórðu", en ef ég skipti "Fantasy" í átta jafna búta þá eru það sjö taktar og þrír fjórðu úr takti.
Hver þessara búta er efniviðurinn í heilan kafla. Taktar 1 til 7 og 3/4 úr takti 8 er efniviður fyrsta kaflans, 1/4 úr takti 8, taktar 9 til 15 og 2/3 úr takti 16 efniviður næsta kafla o.s.frv.
Ég er búin að ákveða fyrirfram hraða, taktgildi og tóntegund kaflanna. Einnig er ég búin að beita eftirtöldum tónsmíðaaðferðum á bútana sem verða efniviður hvers kafla fyrir sig:
1. kafli (afturábak) – hægt, 9/8, C-dúr/a-moll
2. kafli (öfugur rytmi) – meðalhraði, 4/4, e-moll/G-dúr
3. kafli (afturábak, réttur rytmi og speglun) – hratt, 6/8, g-moll
4. kafli (öfugur rytmi og speglun) – hægt, 3/4, A-dúr
5. kafli – meðalhraði, 6/8, f-moll
6. kafli (öfugur rytmi og speglun) – hratt, 3/4, C-dúr
7. kafli (afturábak, réttur rytmi og speglun) – hægt, 6/8, d-moll
8. kafli (öfugur rytmi) – meðalhraði, 4/4, D-dúr/h-moll
9. kafli (afturábak) – hratt, 9/8, c-moll/Eb-dúr
Hver kafli verður 3-5 mínútur í flutningi.

Grímur Helgason nam klarinettuleik hjá Sigurði I. Snorrasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Einari Jóhannessyni í Listaháshóla Íslands þaðan sem hann lauk einleikaraprófi árið 2007. Ennfremur nam hann við Conservatorium van Amsterdam hjá Hans Colbers og lauk þaðan M.Mus prófi vorið 2011.
Grímur hefur á undanförnum árum leikið með margskonar hljómsveitum og samleikshópum, þ.á m. Hljómsveit Íslensku Óperunnar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveitinni Ísafold, Caput hópnum og Kúbus. Grímur flytur reglulega kammertónlist og einleiksverk fyrir klarinettu. Hann er einn stofnenda Tónlistarhátíðarinnar Bergmáls. Einnig hefur hann flutt leikhús- og kvikmyndatónlist og spilað með djasshljómsveitinni Secret Swing Society.

Herdís Mjöll Guðmundsdóttir hefur lært á fiðlu frá 4 ára aldri. Hún stundaði nám við Allegro Suzukiskólann, Tónlistarskólann í Reykjavík en förinni verður heitið í Listaháskólann næsta haust undir handleiðslu Guðnýju Guðmundsdóttur. Herdís hefur tekið þátt í mörgum námskeiðum og keppnum og vann meðal annars fyrir besta atriðið í uppskeruhátíð tónlistarskólanna Nótunni 2014.

Margrét Árnadóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Hún stundaði framhaldsnám við Juilliard Tónlistarháskólann í New York þar sem aðalkennarar hennar voru Harvey Shapiro og David Soyer. Hún lauk meistaragráðu frá skólanum vorið 2006. Það sama ár voru henni veitt menningarverðlaun The American-Scandinavian Society í New York.
Margrét hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur og hefur komið fram á einleiks-og kammertónleikum í Bandaríkjunum, Kína og hér heima. Margrét starfar nú sem sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Auk þess er hún meðlimur í Elektra ensemble og leikur með hinum ýmsu kammerhópum.

Mamiko Dís Ragnarsdóttir útskrifaðist með BA-gráðu í tónsmíðum úr LHÍ árið 2008 og lauk klassísku píanónámi hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 2010.
Elektra ensemble frumflutti verk hennar "Krosssaum" í Hörpu á Myrkum músíkdögum árið 2012 og sama ár var annað verk eftir hana sem nefnist "Okta- og heiltónadans" flutt af Strengjasveit TSDK í Salnum Kópavogi.
Árið 2013 gaf hún út popplögin"Skrýtin" og "Itsuka" og árið 2014 plötuna "Ljóðin um veginn" sem byggð er á ljóðum Kristjáns Hreinssonar.
Hún lauk miðprófi í djassi vorið 2015 hjá Tónlistarskóla FÍH.

Kostnaðaráætlun:
- Leiga á Salnum í Kópavogi fyrir upptökur í 4 klst. - 29.760 kr.
- Flygilstilling fyrir upptökur í Salnum - 21.000kr.
- Upptökumaður í 4 klst. - 20.000 kr.
- DDP mastering - 91.500 kr.
- Framleiðsla á 150 geisladiskum (jewel-box og 4 bls. í bæklingi) - 97.248 kr.
- Leiga á Salnum í Kópavogi fyrir tónleika - 95.000 kr.
- Flygilstilling fyrir tónleika í Salnum - 21.000kr.
- Gerð efnisskrár fyrir tónleikana - 25.000kr.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€756

raised of €2,720 goal.

0

days to go.

28% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464