Bergur Benediktsson

  • Hjóla
  • Njóta
  • Þjóta

English below.

Ég er búinn að hjóla frá því ég man eftir mér. Sem krakki var hjólið minn helsti ferðamáti til skóla, vina og íþróttaæfinga á uppeldistöðvunum á Akureyri. Ég hjólaði mikið á BMX og lékum við félagarnir okkur gjarrnan að því að því að stökkva og prjóna sem lengst. Þegar bílprófið var í höfn minnkuðu hjólreiðarnar í nokkur ár en hafa svo farið stigvaxandi síðan 2005 og sumir myndu segja að þetta sé komið út í öfgar núna. Auk þess að vera búinn að starfa í hjólabransanum fyrir íslenska hjólafyrirtækið Lauf Cycling síðan 2013 hef ég tekið þátt í fjölda hjólreiðakeppna hérlendis og erlendis af ýmsum stærðum og gerðum. Þá hef ég einnig ferðast nokkuð víða um heim á hjólum, bæði í rólegheitum með tjald, eldunarbúnað og tilheyrandi en líka með minni búnað og þá ferðast yfir stærri svæði á styttri tíma. Nú orðið virðist ég vera farinn að velja mér verkefni sem vekja athygli út á við og finnst mér því kjörið að nýta hana til að láta gott af mér leiða.


English:

I have been riding bikes for as long as I can remember. As a kid I used my BMX for commuting and doing wheelies and jumping as far as we could with friends. When I got the driving license my riding took a dive for few years but since 2005 the riding has been gradually growing into what some would call madness. I've been working in the bike industry for Lauf Cycling since 2013 and participated in several races in multiple disciplines. But I have also traveled quite much around the world on bikes, both enjoying the slow life with a tent and cooking facilities on the bike as well as travelling light and fast covering longer distances. Nowadays I seem to pick projects that attract attention and I think I can use that attention for higher purposes by diverting it to causes that really need the attention.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina