Elísabet Sveinsdóttir

Meðferðarúrræði fyrir andlega veik börn sem felur í sér samneyti og umgengni við hesta

Grunnskólakennari að mennt með mikla hrossasótt. Hef sjálf reynslu af samveru með hrossum í kjölfar heilsubrests og hjálpuðu þeir mér mikið í endurhæfingu eftir lyfjameðferð vegna krabbameins. Í endurhæfingunni kviknaði þessi hugmynd að hestar gætu aðstoðað börn sem eiga í andlegum erfiðleikum eða eru með einhvers konar fötlun eða frávik. Þessi börn passa oft ekki inni skólakerfið og eiga erfitt uppdráttar með vini, samskipti, tengsl og fleira. Hesturinn skynjar aðstæður mjög fljótt og vel og svarar áreitni strax. Hann les manninn og bregst við atferli hans og þar af leiðandi getur barn sem á í erfiðleikum með jafnaldra og þá sem það umgengst auðveldara með að umgangast hross og setja sig í spor dýrsins.

Ég þriggja barna móðir og á einnig eitt stjúpbarn. Ég er mikil dýrakona og á 3 hunda og 1 kött. Ég hef mikla trú á að dýrin gefa okkur mikið og geta skynjað ýmsa hluti sem við komum ekki auga á.

Líf mitt snýst um dýr og fótbolta. Ég eyði eins miklum tíma og ég get í hesthúsinu og legg mikinn metnað og elju í að hrossunum mínum líði vel og séu glöð.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina