Sváfnir Sigurðarson

Sváfnir Sigurðarson hefur komið víða við í tónlist, ýmist sem flytjandi eða höfundur. Fyrst með hljómsveitinni KOL sem sendi frá sér geisladiskinn Klæðskeri Keisarans árið 1994. Sváfnir var um tíma meðlimur í dönsku hljómsveitinni Quite Frankly sem lék víða í Danmöru á árunum 1997 – 1999. Hann er annar söngvara og lagahöfunda í hljómsveitinni Menn ársins sem sendi frá sér geisladisk árið 2008. Sváfnir hefur samið tónlist við nokkrar af sýningum Leikfélags Kópavogs, þar á meðal Grimms og Hringinn, sem voru báðar valdar áhugaleiksýningar ársins. Sváfnir hefur auk þess gert tónlist við nokkrar stuttmyndir. Hann hefur einnig komið fram sem trúbador um árabil.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina