gerður erla tómasdóttir

I'm an Artist with a Wish to See a Future where People have Faith in the Good in them Self &= Others & live in Harmony with Nature...+

  • Painter, Writer, Set Designer, Philosopher, Shaman, Face painter, Tarot Reader...+

I have written a book about a lion cup that goes on an adventure to discover it (The) Self. I need money to publish my work about this cat's philosophical journey through the mystic forest. The forest is a metaphor for the Mind & the main agenda is to help us see further then words & to remind us of our Unity with Nature. I wish to see a future where people have more Self Understanding, Self Trust & Self Love- & at the same time Learn that the Self is connected to Everything, & Everything is Alive & constantly changing. Spirit & matter is ONE & in reality we are All part of the ONE same Family Tree :)...+

The book is in Icelandic but I plan to write it in English also if I get the chance too. :)
1 =

Leyndardómar í Dulskógi

Þegar kisa var kominn inn í skóg varð hún hrædd til að byrja með en herti síðan upp hugan. Hve oft var það sem að hún gerði eitthvað svona nýtt og spennandi? Alls ekki oft. Á sléttunni gerði hún vanalega það sama. Svaf, gantaðist og át með systkinum og foreldrum sínum. Hitti síðan önnur dýr líkt og Höllu Bjöllu sem vildi alltaf spjalla, Alla Apa og Froskinn Lappa sem trúði því að hann gæti hoppað yfir fjöll með viljastyrknum einum saman. Bara ef að hann næði að temja hugarorkuna og gera meira jóga. Hann átti bara eftir að reyna á það. Ef Sálsól var að fara að ögra sjálfri sér og stíga út fyrir sinn vanalega þægindaramma þá skyldi hún sko gera það með hugrekki. Var þetta nokkuð fífldirfskan sem að mamma hennar hafði varað hana við? Hún fékk ekki tækifæri til að dvelja lengi í þessum hugsunum þar sem að í myrkrinu sá hún allt í einu TVÖ STÓR AUGU!

“HissssssssssSssssssssSssssssSsssss....” sagði slangan er hún skreið hring eftir hring í kringum Sálsól. “HissssssHissssssHissssssHissssss, þú virðirst Hissssssa, Haha?” Sagði hún glettnislega fremur en spurði um leið og hún fór að skríða hraðar og hraðar í kringum Sálsól sem kom ekki upp orði af hræðslu. Hún var að hugsa hvort hún ætti ekki að vera fyrri til og reyna að ráðast á slönguna áður en að hún myndi ráðast á hana. Eða kannski flýja. Hún gæti það samt varla? Kannski myndi slangan ekki gera henni neitt og var e.t.v. bara að grínast? Henni fannst það samt mjög ólíklegt. Rétt í þessum hugleiðingum bregður skugga fyrir sólina og í sömu andrá kastar snákurinn sér í áttina að Sálsól. En á milli gapandi gins slöngunar og kisu kemur dúfa og lendir í kjafti slöngu. Sálsól er svo undrandi og ráðavillt í öllum þessum hamagang að hún vissi ekkert hvað hún ætti að gera en heyrir sagt nálgæt sér;

“Hlauptu kisa!”

Án þess að hugsa sig um hleypur kisa af stað nánast blindandi. Hún hleypur og hleypur svo hratt og án þess að vera raunverulega vör um umhverfi sitt. Engin furða var að hún skyldi hlaupa á tré og í stutta stund vankast. Þegar hún svo rankar aftur við sér hafði hún gleymt öllu sem á undan hafði gengið en var fljót að rifja allt upp.

“Dúfan!?” Segir hún í hryllingi.

Fyrir framan kisu er ugla sem horfir góðfúslega í augu Sálsól.

“Hvað varð um dúfuna?” Spyr hún en vill varla heyra svarið sem hún vissi fyrir.

“Hún er á betri stað. Eða staðleysu myndi ég fremur segja.” Sagði uglan hughreystandi. “Við höfðum verið svífandi fyrir ofan slönguna og séð þig síðan koma inn í skóg og þá var augljóst í hvað stefndi. Það hafði verið stutt síðan að slangan át eggin hennar dúfu og þegar við sáum að hún var að fara að fá sér þig í eftirrétt þá fleygði dúfa sér á milli í fórnfýsi. Ætli þú getir ekki hresst þig við það að vita að dúfa skildi leyndardóma lífsins og gang náttúrunnar og var ekki hrædd við dauðann.”

Sálsól leið eins og hún væri hol að innan þegar hún hlustaði á þetta.

“Ég mun sakna hennar en aðalega ætla ég að finna til þakklætis fyrir tíman sem við fengum saman. & með því að gera sem mest og best úr lífi þínu og hverju því sem það færir þér í loppur munnt þú vera að sína henni þakklæti.”

Sálsól vissi varla hvað hún átti að segja. Hún trúði því ekki að útaf henni þá hafði dúfa misst lífið. Raunar hafði hún alveg sjálf borðað fugla og fannst það ekkert hræðilegt. En hún hafði ekki þekkt þá fugla eða þeir gert neitt í líkingu við að fórna eigin lífi fyrir hana. Að fórna eigin lífi til að bjarga ókunnugum fannst henni óskiljanlegt. Hvernig hugarfar ætli dúfan hafi verið með? Ætli kisa gæti nokkurntíman gert og hugsað svona sjálf? Að deyja svo að einhver annar geti lifað. Það myndi þíða engir fleiri lúrar. Ekkert meira af sólsetrum eða sólarupprásum til að horfa á. Engin skemmtileg samtöl, söngl, leikir eða uppgvötnvanir. Engir fleiri leyndardómar leystir. Raunar var leyndardómurinn um það hvað kæmi eftir lífið sá stærsti sem að Sálsól gat hugsað sér. En hvað ætli uglan hafi meint með því þegar hún sagði að dúfan væri líkast komin á “betri staðleysu” núna?

“Hvað meinaru með því að dúfa sé örugglega komin á betri staðleysu núna?” Spurði Sálsól uglu.

“Staðleysa er hér, þar, hvergi og allsstaðar. Það sem heldur heiminum uppi og öllum dýrunum og gróðrinum í honum. En á sama tíma það sem þeir ferðast “á” eða réttara sagt “í gegnum”... Tíminn er líkt og vökvi. Við fljótum í gegnum hann- Það er að minnsta kosti þannig sem ég ímynda mér og útskýri allt fyrir sjálfri mér eins og er, hehe.” Útskýrði ugla. “Við dúfa vorum góðir vinir og höfðum eytt mörgum sólarhringum saman að velta svona hugspeki spurningum fyrir okkur. Hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman og hvað öllu saman gengur eiginlega til með þessu saman öllu.”

Sálsól varð undrandi við það að heyra þetta og vildi endilega skilja meira. “Hugspeki.” sagði hún. “Að spá í huganum. Ég geri það stundum. Var að því bara í morgunn. Að hugsa um það að hugsa.”

“Já eða heimspeki er það einnig kallað.” Hélt ugla áfram.

“En í raun er hugur og heimur samnefnari þar sem að allt sem að þú upplifir sem fyrir utan þig á sér stað innfyrir. Upprunalega í huga þínum. Fyrir þér er allt á einn veg en fyrir öðrum allt annað. Enginn sér nákvæmlega það sama í heiminum. Þar sem að allir eru með mismunandi skynfæri til að túlka tilveruna og svo sinn eigin einstaka vef af fyrri reynslu, upplýsingum og þ.a.l. leið til að upplifa og vera.”

“...vvvvVÓÓóóóó...” Andaði Sálsól frá sér.

...“Við fundum aldrei neitt eitt svar. En eitt það besta sem að við gátum komið okkur saman um var að við sjálf og viskan sem sýndi sig í hæfni okkar til þess að skapa úr henni hinar ýmsu samræður og þ.a.l. tengsl við önnur eintök af sköpunarverkum náttúrunnar væri með því æðsta sem að við gætum eytt tíma okkar í. Næstum ef ekki betra en nokkur bráð, ber, ráð eða útsýni sem maður gæti séð. Náttúran er dularfullt og ófyrirsjánlegt fyrirbæri og hvað sem að við dýrin tökum okkur fyrir hendur, klær eða loppur þá endar það allt á sama veg. Með því að hamurinn utan um neistan visni á einn eða annan veg. Hamurinn hættir að umbreytast og leika sér og fer að eyðast. En í eyðileggingarferlinu verður hann að næringu fyrir m.a. skordýrin og hræætur. En neistinn lifir áfram. Svona er náttúran sniðug og allt eilíf hringrás. Allt með sinn tilgang og hann augljós þegar horft er á náttúruna með náttúrunnar sjónarhorni. Sköpunar- & hugsanagangi.”

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina