Höskuldur Ólafsson


Höskuldur Ólafsson hefur starfað með hinum ýmsu hljómsveitum komið að leiksýningum og kvikmyndum og gefið út hljómplötur með bæði Ske og Quarashi þ.á.m. hjá Sony Columbia Records árið 2002 (Quarashi) sem var dreift af EMI Publishing um allan heim. Platan seldist í fleiri en 500.000 eintökum og hljómsveitin kom fram á tónleikum og tónleikahátíðum í N-Ameríku, Evrópu, Japan og Ástralíu. Höskuldur Ólafsson lauk prófi í íslensku- og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og nokkrum árum síðar meistaraprófi í listspeki frá University of East Anglia (UEA) í Englandi, auk rannsóknar-meistaragráðu í heimspeki frá sama háskóla ári síðar.


Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina