Reynir Eyvindsson

  • Interest for the community

Ég er rafmagnsverkfræðingur. Hef unnið í tæknimálum hjá Vistfangi, Símanum, Global One, Telenor mobile og Vodafone. Ég bjó í 6 ár í Noregi og 1 ár í Danmörku.


Ég hef allaf haft áhuga á samfélagsmálum.  Til að lýðræðið virki er nauðsynlegt að fólk geti skipst á skoðunum óhrætt. Hér á Íslandi er alveg ástæða til að óttast afleiðingarnar ef maður lýsir skoðunum sem t.d. vinnuveitandi eða annað yfirvald er ekki sammála. Það eru mörg dæmi um það. Þetta finna menn sérstaklega í þorpum útá landi þar sem oft er einn stór vinnuveitandi, og lítill möguleiki að leita annað ef manður missir vinnuna.


Það er mikilvægt að tryggja sem best jafnrétti til að tjá skoðanir sínar. Í fjölmiðlaumhverfi dagsins í dag, er það yfirleitt sá sem er háværastur sem vinnur. Allir geta tjáð sig, en sá sem hefur fjármagnið nær betur í gegn með sinn áróður. Þetta gildir líka á stafrænu miðlunum eins og Facebook. Álverin eru farin að flétta áróður fyrir álframleislu inn í áramótakveðjur. Þetta fannst mér alveg óþolandi. Þess vegna sendi ég inn þessar ál-áramótakveðjur, sem andsvar við þessu.

Íslenska

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina