Matthías Sigurðsson

  • Stone carving

Ég útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2013. Í minni listsköpun fæst ég aðallega við teikningu en mála líka og síðasta sumar þá hjó ég í stein og ætla að halda því áfram aftur í sumar. Fæddur í Reykjavík ásamt tvíburabróður mínum árið 1988. Myndirnar mínar sýna oft dýr eða menn eða þá bæði dýr og menn og mannadýr og dýramenn. Yfirleitt leyfi ég mér bara að teikna það sem mér sýnist. Mér finnst gott að taka tíma í hlutina, og þess vegna hef ég stundum valið mér að notast við tímafrekar aðferðir, en stundum þá er ég alveg jafnlengi að gera eitthvað sem ætti að taka styttri tíma.

CV:

2014 -
Opnunarsýning Ekkisens -

Sýndi höggmyndir sem ég hjó til um sumarið.

Hrekkjavaka Algeru -

Samsýning í tilefni af hrekkjavöku.

Hin konunglega teiknisýning -

Samsýning haldin í Ekkisens á teikningum mínum, Arngríms Sigurðssonar, Sigurðar Ámundasonar, Karls Torstens Ställborns, Sölva DúnsSnæbjörnssonar, Héðins Finnssonar, Arnórs Kára Egilssonar og Gylfa FreelandSigurðssonar.

2015 -

Sýning í Gallerí Vest -

Samsýning með bróður mínum, systur minni og móður minni.

Vor í Lofti -

Einkasýning í SÍM salnum við Hafnarstræti 16. Þar sýndi égteikningar, málverk og höggmyndir - afrakstur síðastliðinna tveggja ára.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina