Viðar Gunnarsson

Söngvari

Viðar Gunnarsson stundaði tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík þar sem Garðar Cortes var aðalkennari hans og síðar framhaldsnám hjá dr. Folke Sällström í Stokkhólmi á árunum 1981 til 1984. Viðar var ráðinn óperusöngvari við Ríkisleikhúsið í Wiesbaden árið 1990 en eftir það hefur Viðar komið fram í óperuhúsum víða um heim ásamt því að syngja reglulega við Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna.  Á ferli sínum hefur Viðar komið fram í óperuhúsum s.s. í Ríkisóperunni í Berlín, Bonn, Frankfurt, Stuttgart, Wiesbaden, Dortmund, Þjóðaróperunni í Vínarborg, Prag, Tel Aviv og Seoul í Suður-Kóreu. 

Viðar hefur á sínum ferli sungið flest öll helstu bassahlutverk óperubókmenntanna en eftir að Viðar flutti heim frá Þýskalandi árið 2011, hefur hann verið mjög virkur m.a. hefur hann tekið reglulega þátt í uppfærlsum Íslensku Óperunnar í Hörpu en nú núverið tók hann þátt í frumflutningi á óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarsson en þar fór hann með hlutverk Brynjólfs biskups, en einnig kennir hann við Söngskólann í Reykjavík og Söngskóla Sigurðar Demetz. Viðar hefur verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og einnig tilnefndur til Grímunnar, Íslensku Sviðlistaverðlaunanna. Einnig hefur Viðar sungið í söngkvertettinum Sætabrauðsdrengirnir um árabil, ásamt þeim Gissuri Páli Gissurarsyni, Hlöðveri Sigurðssyni, Bergþór Pálssyni og Halldóri Smárasyni sem hefur verið píanóleikari og útsetjari kvartettsins.

 

www.vidar-gunnarsson.is

Karolina Fund ehf © 2023 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina