Reynir Traustason

Writer and editor

  • Editor and writer

Stundin hefur tryggt sér starfskrafta Reynis þegar skyldum hans við DV lýkur í vor. Hann ritstýrði DV um sjö ára skeið og keypti hlut í félaginu árið 2010 með það að marki að byggja upp frjálsan og óháðan fjölmiðil. Áður hafði hann ritstýrt tímaritunum Ísafold og Mannlífi og verið leiðandi í rannsóknarblaðamennsku um árabil. Á meðal þeirra spillingarmála sem Reynir hefur afhjúpað eru Landssímamálið, Æsumálið, mál Árna Johnsen og lekamálið.

Fékk fyrstu blaðamannaverðlaun sem veitt voru, árið 2003, í flokki rannsóknarblaðamennsku fyrir frumkvæði og heildstæða umfjöllun um rannsókn Samkeppnisstofnunnar á samráði olíufélaganna. Var tilnefndur til verðlauna sem blaðamaður ársins sama ár fyrir þessa umfjöllun.

Þá var ritstjórn DV tilnefnd til blaðamannaverðlauna árið 2010 fyrir Stjórnlagaþingsvef þar sem lesendum var með nýstárlegum hætti og lifandi framsetningu auðveldað að kynna sér hinn mikla fjölda frambjóðenda.

Samhliða blaðamennsku hefur Reynir gefið út fjölmargar bækur, Ljósið í Djúpinu, Sonja de Zorrilla, Á hælum löggunnar, Seiður Grænlands, Ameríski draumurinn, Skuggabörn, Linda – ljós og skuggar og nú síðast Afhjúpun, fréttaævisögu sjómannsins sem varð fréttaritari DV á Flateyri árið 1983 og síðar ritstjóri og eigandi DV.

„Stundin er runnin upp. Þetta verður fjölmiðill í þágu fólksins.“

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina