Aðalheiður Sigurðardóttir

  • Autism

Ég er 35 ára kona sem nú stígur sín fyrstu skref sem frumkvöðull.

Ég hef síðastliðin 12 ár unnið við stjórnun og markaðsmál í hinum ýmsu fyrirtækjum, en lítið vissi ég að samhliða væri ég að afla mér starfsreynslu sem einhverfumamma. Algjörlega ómeðvitað fyrstu 7 og mjög svo meðvitað síðastliðin 3 ár.

Heimur einhverfunnar og málefni þeirra sem glíma við ósýnilega fötlun eiga hug minn allan og vil ég leggja mitt af mörkum við að upplýsa, hvetja og stuðla að aukinni viðurkenningu í samfélaginu. Ég ákvað því að taka stökkið – út úr þægindarammanum og inní óvissuna!

Það er vissulega ógnvekjandi en um leið ótrúlega spennandi því ég hlakka til að takast á við mannbætandi verkefni sem vonandi eiga eftir að hjálpa mörgum.

Karolina Fund ehf © 2023 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina