María Pálsdóttir

María er menntaður leikari, kennari og leiðsögumaður og hefur komið víða við. Hugmynd hennar um HÆLIÐ setur um sögu berklanna hlaut hvatningarverðlaun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Brautargengisnámskeið vor 2016 og önnur verðlaun í ANA helginni í Háskólanum á Akureyri 2017. Hún komst á Startup Torurism viðskiptahraðalinn vor 2017 og er flutt norður með mús og mann til að fylgja hugmyndinni eftir. Á ágúst síðastliðinn opnaði kaffihús HÆLISINS og nú er vinna hafin við sýninguna sjálfa sem opnar vorið 2019.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina