Ágúst Atlason

Hönnuður - Ljósmyndari

Ég er fyrst og fremst vestfirðingur. Ég starfa og hrærist í heimi hönnunar og ljósmyndunar, bæði sem atvinna og áhugamál.

Menntaður margmiðlunarhönnuður og ljósmyndari og sótti ég mína menntun til Danmerkur.

Maðurinn hennar Hrefnu og 3ja barna faðir, þeirra Sverris Úlfs, Sögu Líf & Ísars Loga.

Með mikla ástríðu fyrir mótorhjólum, og þá sérstaklega mótorhjólum komin yfir 30 ára aldur.

Safna einnig gömlum myndavélum og á yfir 30 gamlar vélar og alltaf að bætast við.

Ég elska útiveru og er þá gott að búa á Vestfjörðum ;)

Kíktu á vefinn minn: Gústi.is

Ég og Druzla, sem er Honda CB750K árgerð 1977. Þarna er ég á Holtsbryggju í Önundarfirði að taka myndir og tók þessa af sjálfum mér.

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina