Björk Guðmundsdóttir

  • Actress
  • improviser
  • Screenwriter

Björk er ein af þremur handritshöfundum og framleiðendum myndarinnar, ásamt því að fara með hlutverk í myndinni. Hún stundar nám við leikarabraut LHÍ. Hún er búin að vera virkur meðlimur íslensku „long-form“ spunasenunnar síðan árið 2013, en hún samanstendur af 20 færustu spunaleikurum landsins. Þar er notast við aðferð Del Close, sem kennd er í skólanum Upright Citizens Brigade bæði í New York og Los Angeles og hefur Björk stundað það nám á báðum stöðum, sem og á Íslandi. Hún sýndi með Improv Ísland á stærsta spunamaraþoni heims árin 2015 og 2017, og var einstaklingssýning hennar var valin sem einn af hápunktum hátíðarinnar 2017. Hún tók þátt í stúdentaleikhúsinu 2014 og 2015 og sat um tíma í stjórn þess. Hún lék í nemendastuttmyndinni Mamma veit verst sem var valin besta útskriftarmyndin úr Kvikmyndaskólanum veturinn 2017. Björk lék í verkefninu Sumarilmur árið 2017 þar sem farið var hringinn í kringum Ísland og landið auglýst með litlu sketsum, svo samdi hún og lék í auglýsingu fyrir Umhverfisstofnun árið 2019.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina