Tumi Hrannar-Pálmason

Akureyrskur tónlistarmaður.

  • Multi Instrumentalist

Flammeus er listamannsnafn tónlistarmannsins Tuma Hrannar-Pálmasonar frá Akureyri. Mörg hljóðfæri leika í höndum hans en auk þess er hann söngvari, laga- og textasmiður. Sem barn lærði hann á ýmis hljóðfæri en það var þó ekki fyrr en hann byrjaði 14 ára á rafbassa sem hjólin fóru að snúast fyrir alvöru. Hann stundar enn nám á hljóðfærið en í millitíðinni hefur hann samiðaragrúa af tónlist og kennt sjálfum sér á gítar og píanó.


Fyrir rúmu einu ári fékk Flammeus til liðs við sig þá Guðjón Andra Jónsson (hljómborð), Hafstein Davíðsson (trommusett og slagverk) og Jóhannes Stefánsson (rafgítar) sem allir áttu þaðsameiginlegt að stunda nám við Tónlistarskólann á Akureyri. Strax á fyrstu æfingu var það ljóst aðstrákarnir áttu vel saman. Með upptökustjórann og hljóðmanninn Sigfús Jónsson innanborðs hefur hljómsveitin nú unnið að hljóðritun fyrstu sólóplötu Flammeusar, concept-plötunni „The Yellow,“ en hún er væntanleg í júní. Þrjár smáskífur hafa nú þegar komið út á undan plötunni og enn er ein væntanleg áður en platan kemur út í heild sinni. Einnig leggur hljómsveitin á ráðin um útgáfu fleiri laga Flammeusar í kjölfar plötunnar í sumar.


Flammeus er innblásinn af sínum eigin upplifunum og tilfinningum og lögin verða yfirleitt til úr tveimur hlutum, tónlistarhugmynd og lýrísku umfjöllunarefni. Stundum koma hráefnin saman á sama augnabliki og þau verða til en stundum líða líka nokkur ár á milli. Lögin endurspegla þá ætíðskoðun og/eða tilfinningar Flammeusar.


Vissulega hefur tónlistarsmekkur Flammeusar mótast af tónlistarmönnum sem hann tók sér til fyrirmyndar í æsku og lagasmíðarnar hans hljóta einnig að litast af því. Þar má nefna mikinn áhuga fyrir fjölbreyttum hljómasamsetningum og melódíum í popptónlist, sem má rekja til Bítlanna, og tilhneygingu til dramatíkur og angurværrar rómantíkur, sem rekja má til bresku hljómsveitarinnar „The Smiths“ en plata þeirra „The Queen is Dead“ var í miklu uppáhaldi hjá Flammeus þegar hann var á ungum aldri.


Hljómsveitin hefur nú komið nokkrum sinnum fram, og ber þar helst að nefna þátttöku hennar í músíktilraunum 2019, en þar var hún kosin áfram af dómnefnd og vann síðan til tveggja verðlauna á úrslitakvöldinu. Annars vegar Flammeus valinn besti bassaleikari keppninnar að mati dómnefndar, og hins vegar var Guðjón valinn besti hljo?mborðsleikarinn.


Útgáfutónleikar „The Yellow“ verða haldnir hátíðlegir á Græna hattinum þann 27. júní, en fyrir utanþá hyggst hljómsveitin spila við y?mis tilefni næstkomandi sumar. Áhugasamir fylgist meðInstagram, Facebook og Spotify síðum Flammeusar.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina