Kristín Guðmundsdóttir

Creator

  • Skriftir

Um bókina

Nýjar slóðir er bók með 12 léttlestrarsögum (smásögur) fyrir fólk að erlendum uppruna, sem vill efla sig í íslenskunni og er búið með grunninn. Hugmyndin af þessari sögu kom frá vinkonu minni sem er frá Spáni og hefur búið hér á landi frá árinu 1995. Henni fannst vanta aðgengilegt lestrarefni fyrir fólk að erlendum uppruna á markaðinn.


Með þessari bók er verið að segja fólki frá íslenskri menningu,málfari,gömlum sem nýjum siðum og margt fleira sem við kemur íslensku samfélagi. Gömul orð og ný og orðasambönd eru útskýrð á einfaldan og skemmtilegan hátt. Reynt er að hafa sögurnar sem fjölbreyttastar, skemmtilegar og á jákvæðu nótunum, þannig að fólk hafi gaman af að lesa og nálgist þær með opnum huga. Hver saga er sjálfstæð sem inniheldur ævintýri að ýmsu tagi, við skyggnumst inn í hugarheim dýranna, veraldlegir hlutir frá líf, fólk lærir t.d. að synda og margt fleira sem tilheyrir okkar samfélagi.


Markmiðið með þessari bók er að fólk að erlendum uppruna verði aðeins fljótara að ná tungumálinu, það þori að tjá sig á íslensku ekki bera fyrir sig ensku, skilji betur merkingu orðanna og orðasambönd og síðast en ekki síst að fólki finnst það hluti af okkar samfélagi. Auk þess sem bókin gæti verið hluti af íslenskukennslu fyrir fólk að öllum aldri og fólk gæti lesið sér til skemmtunar, sama hversu lengi það hefur verið á landinu.



Um höfundinn.

Kristín er fædd og uppalinn í Mosfellsbæ, en býr núna í efri byggðum í Reykjavík með manninum sínum. Eftir að hafa farið á tvö námskeið Frá Neista yfir í nýja bók fór ímynduraflið af stað, sem var nú mikið fyrir og núna eru komnar 7 bækur fyrir fullorðna. Útgáfa gæti vel verið í framtíðinni enda hefur hún gaman að segja sögur. Kristín er Matartæknir að mennt, tók samfara því stúdentinn og tvö námskeið í Nýja tölvu og viðskiptaskólanum. Hún hefur unnið fjölbreytt störf í gengum árin og hefur haft gaman að. Hún hefur verið virkur félagi í JCI hreyfingunni og kom á fót fréttablaði sem gafst vel fyrir. Ásamt því að taka þátt í fjölmörgum verkefnum og tekið þátt í stefnumótun félagsins. Frá Desember 2014 til febrúar 2018 hélt hún úti heimasíðunni Betri fréttir, sem birti bara jákvæðar fréttir, sögur, brandara og viðtöl við þekkta einstaklinga. Hún var útnefnd senator 2015, sem merkir að hún er ævifélagi og er það mikill heiður.


Á síðasta ári gerðu JCI og Kiwanis með sér samning á alþjóðavettfangi um að JCI félagar eru velkomnir í Kiwanis. Þarna kom tækifærið og var hún ekki lengi að láta sjá sig í Kiwanis, og var tekin formlega inn á dögunum. Auk þess á hún fjölmörg önnur áhugamál eitt af því eru skriftir og lestur góðra bóka.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina