Ólafur Josephsson

Musician with few ongoing projects hanging about: Stafrænn Hákon , Náttfari, Per:Segulsvið, Calder

  • Mastering
  • mixing
  • webdesign
  • Graphic design
  • music
  • Recording

40 ára tónlistarmaður / Margmiðlunarhönnuður. Hef verið að garfast í músík síðan 1995. Byrjaði með verkefnið Stafrænn Hákon árið 1999 og var það eins konar kjallaraverkefni þar sem ég fiktaði að taka upp pælingar á 4 rása kassettu tækið mitt. Ákvað að prufa að gefa þetta efni út sjálfur árið 2001 og varð það að fyrstu plötu Stafræns Hákons sem fékk nafnið Eignast Jeppa. Minnti titilinn heldur á nýja bók um Einar Áskel heldur en kjallaramúsík úr úthverfi Reykjavíkur. Hún vakti athygli fyrir að vera hrá með einskonar "do it yourself" áferð, því ég framleiddi þetta allt sjálfur, munstraði og kom þessu í helstu rekka jaðartónlistar búða eins og Hljómalind. Músíkin var óhefluð og ekkert sérstaklega útpæld, enda var þetta meira tilraunir sem ég var að leika mér með. Hugmyndin var í byrjun bara að henda öllu út því sem ég samdi á plötu eins hráu og hægt var. Þannig urðu til 3 plötur á einu ári. Stafrænn Hákon hélt áfram að vaxa og hefur nú gefið út aragrúa af efni og er orðin fullmönnuð hljómsveit í dag.

Tónlistarverkefni sem ég hef verið að baxast í: Stafrænn Hákon Calder Per: Segulsvið Náttfari

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina