Heida Arnadottir

  • Singer
  • organiser

Ragnheiður (Heiða) Árnadóttir er söngkona og staðarlistamaður Myrkra músíkdaga 2020-2023. Á ferli sínum hefur hún lagt ríka áherslu á flutning nútímatónlistar, sem og þjóðlaga-, djass-, tilrauna, og ljóðatónlistar. Hún hefur frumflutt fjölmörg verk íslenskra tónskálda, þar á meðal eftir Gunnar Karel Másson, Ásbjörgu Jónsdóttur, Hafstein Þórólfsson, Birgit Djupedal, Þórönnu Björnsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson og Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Heiða hefur tekið þátt í mörgum uppfærslum á sviðsverkum eins og Elsu alvitru eftir Þórunni Grétu, barnaleikritið Út í kött, Helgu EA2 eftir Ásbjörgu og Einvaldsóð eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Hún hefur flutt verk á Norrænum músíkdögum, Iceland Airwaves, Sumartónleikum í Skálholti, Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, Jazzhátíð Reykjavíkur og ýmsum hátíðum erlendis. Heiða er lagahöfundur, textaskáld og söngkona í hljómsveitinni Mógil, sem gefið hafa út fjórar plötur. Platan þeirra Ró, sem gefin var út af Radical Duke í Belgíu, var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2008 og var nýjasta plata þeirra, Aðventa, gefin út af hinu virta útgáfufyrirtæki Winter and Winter í Þýskalandi.

Heiða var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2020 sem söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. 



Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina