Jón Kristján Ólason

  • verkefnisstjóri

Jón Kristján og Hildur eru systkini, fædd og uppalin á Kópaskeri þar sem verkefnið er staðsett. Jón Kristján er húsa og málarameistari og hefur hann unnið sem smiður og málari á svæðinu til fjölda ára. Síðustu ár hefur hann, meðfram annarri vinnu, gert upp tvö gömul hús á Akureyri og starfað hjá Minjavernd við að gera upp Gamla apótekið við Aðalstræti á Akureyri. Í dag er hann er gera upp gamalt hús sem hann festi kaup á í Hafnafirði. Jón Kristján á elstu bygginguna á Kópaskeri, Sviðastöðina, sem er frá 1912 og því friðlýst. Hann er að gera hana upp. Sviðastöðin og Melar eru einu húsin sem standa enn af fjölda húsa sem var áður á bakkanum.


Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina