Steinar Sigurðarson

  • Saxophone
  • Not a dancer

Ég er saxófónleikari, tónlistarkennari og Crossfit þjálfari. Ég er með menntun sem tónlistarkennari og með burtfararpróf í saxófónleik frá FÍH (Félagi Íslenskra Hljómlistarmanna). Ég hef leikið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum og má þar nefna Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, Stórsveit Reykjavíkur, Sálinni hans Jóns míns, Bubba Morthens, Jóni Jónssyni og Stuðmönnum svo fátt eitt sé nefnt. Ég var saxófónleikari í Borgarleikhúsinu á uppfærslu Rocky Horror árið 2018 og einnig hef ég tekið þátt mörgum uppfærslum á stórum tónleikaviðburðum m.a. í Hörpunni og ber þar að nefna nýafstaðna tónleika með Dívunum, Tribute tónleikar Tinu Turner, uppfærslu Dúndurfrétta á Dark side of the Moon þeirra Pink Floyd manna og nú síðast hina geysivinsælu Aldamótatónleika í Háskólabíói. Einnig hef ég tekið þátt í fjöldanum öllum af hljóðritunum með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Eitt af mínum helstu áhugamálum er vinnan mín við spilamennsku. Hvort heldur sé með skífuþeytara, Mr. Martini eða bara einn með saxófóninn. Í brúðkaupum, forpartýi fyrir árshátíð eða afmæli, hvað sem er ...að skapa tónlist er stórkostlegt. Ég bind því miklar vonir við að hljóðrita sjálfan mig og geta átt minningar um þessa góðu tíma.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina