Gudni Gunnarsson

  • Life Coach- Speaker and author

565649f9-a665-4e95-8cb6-0a63044e0fb4.jpg0862bdc6-6591-47b6-a7c4-2f339e1aea01.jpgb095add5-6c5b-466a-8c19-6cb120a206d2.jpgum guðna gunnarsson

Guðni er fæddur árið 1954 og uppalinn í Keflavik. Í dag rekur hann Rope Yoga Setrið á Garðatorgi í Garðabæ og GlóMotion Inter­national ásamt eiginkonu sinni Guðlaugu Pétursdóttir og starfar samhliða því við lífsráðgjöf, námskeiða­ og fyrirlestrahald, þjálfun GlóMotion kennara, almenna GlóMotion heilræktar þjálfun og skriftir.


Starfsferill Guðna við hug­ og heilsurækt spannar fjörutíu ár og var hann fyrsti einka­ þjálfari á Íslandi. Árið 1982 stofnaði Guðni Vaxtarræktina hf en hún var í senn innflutn­ingsverslun og líkamsræktarstöð og hafði það að markmiði að hvetja til andlegrar, huglægrar og líkamlegrar heilsuræktar.


Guðni stofnaði tímaritið Lík­amsrækt og næring og fram til ársins 1988 var hann útgefandi og aðalritstjóri þess. Á árunum 1987–1989 veitti hann forstöðu deildar innan Máttar fyrir heildræna þjálfun hugar og líkama. Máttur var hugarfóstur hóps lækna og starfsfólks í heilbrigðiskerf­inu þar sem lögð var áhersla á nýja og heild­ræna nálgun við heilsu og líkamsþjálfun.


Samhliða þessum störfum aflaði Guðni sér víðtækrar þekkingar á samspili huga og líkama í gegnum jóga, næringarfræði, nátt­úruleg bætiefni, líkamsþjálfun, lífstílsþjálfun og ráðgjöf


Umbreytingarsálfræðin sem Guðni hefur hannað og þróað er einkum afrakstur dvalar hans í Los Angeles á tímabilinu 1990–2006. Þar starfaði hann við heildræna þjálfun líkama og sálar og við lífsráðgjöf fyrir ein­staklinga og hópa. Samhliða vann hann að þróun og hönnun Rope Yoga kerfisins og æfingastöðvarinnar, en kerfið tengir hugrækt, líkamsrækt, næringarfræði og orkuumsýslu í eitt heildrænt velsældarkerfi sem kallast GlóMotion Heilrækt. GlóMotion námskeið hafa verið iðkuð í Rope Yoga Setrinu við góðar undirtektir frá árinu 2008.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina